Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1997, Page 135

Andvari - 01.01.1997, Page 135
ANDVARI PRJÚ ANDLIT FJALLKIRKJUNNAR 133 tíma aflögu bæði til áfloga og leika, þótt Sigga Mens æsti mig með því að telja mér trú um, að maður mætti alltaf eiga von á því að sjá föður sínum ekið heim drukknuðum og gagndrepa, þótt Begga gamla segði raunverulegar draugasögur, . . . (1941:188). Við höfum nú heyrt nokkur dæmi þess hvernig Gunnari og Halldóri geng- ur að ná fram hinum ýmsu geðhrifum frumtextans í þýðingum sínum. Ljóst má vera að Halldóri gengur það betur en Gunnari enda virðist Gunnar leitast við að breyta og endursemja frekar en að þýða. Iðulega kemur þessi umbreytingarhneigð niður á inntaki textans. ★ í stíllegu tilliti er áhugavert að skoða hvernig höfundi/sögumanni fer úr hendi að miðla tali annarra persóna þegar hann rýfur hefðbundna frásögn og sviðsetur samræður þeirra í millum. Nær hann til dæmis fram einkenn- um ólíkra sögupersóna í málfari þeirra? Þetta tekst raunar með ágætum í þýðingunum báðum. Nægir að nefna spaklegt mál gömlu Beggu og einfeldningslegt masið í Bjarna smið því til sönnunar. Báðum er þeim léð mál sem samræmist og endurspeglar per- sónuleika þeirra. Málfar þeirra er þó harla ólíkt í þýðingunum tveimur og felst munurinn einkum í því að á þýðingu Gunnars er bókmálslegri eða skáldlegri stíll en því fylgir ákveðin upphafning sem virðist ná út í samtöl persónanna. í þýðingu Gunnars vantar því stundum ákveðinn veruleikablæ í samtölin, málið verður óeðlilegt, annarlegt. Við skulum líta á nokkur dæmi þessa hjá Gunnari og til samanburðar eru sýnd sömu dæmi í þýðingu Halldórs: Og hugleiðið! . . . hvað voruð þér að yfirvega (1973:111, 30)? Og hugsið með sjálfum yður, já . . . Hvað voruð þér að hugsa um (1943:45)? Þú ert líka ólíkt fallegri en allar hinar Siggurnar, stundi ég fram með öndina í háls- inum: helmingi fallegri (1973:1,116). Þú ert líka helmingi fallegri en hinar Siggurnar, hvísla ég með öndina í hálsinum: Helmingi fallegri (1941:176). Sjálf hef ég raunar af litlu að státa, hlýt að játa, að mér fer sem þeim, sem hugarburð- ur veldur harmi, haldlaus unun ljóma á hvarmi . . . (1973:1,176). Ég segi ekki að ég sé vitrari sjálf; grætur maður ekki af ímynduðum sorgum og rekur á burt gleðistundirnar . . . (1941:239). I fyrsta og öðru dæmi kemur fram sú viðleitni Gunnars að hafa tilbreytingu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.