Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 88

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 88
86 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI legt orðasafn við annan hluta Sæmundar-Eddu fyrir Árnanefnd og nefnir Birgi Thorlacius þar til sem hvatamann. Finnur starfaði að þessari útgáfu næstu árin og árið 1818 kom annað bindi Sæmundar-Eddu út þar sem Birgir Thorlacius ritaði innganginn. Enn var þriðja bindið eftir og það tók Finn tíu ár að koma því á prent. í því voru Völuspá, Hávamál og Rígsþula og var útgáfan alfarið hans verk. N. M. Petersen lauk miklu lofsorði á skýringarnar sem fylgdu.25 Jón Helgason prófessor tók að vissu marki undir orð Petersens um hlut Finns í útgáfunni: „[. . .] það skal um aldur verða heiður Finns og sómi að honum auðnaðist að binda á það endahnútinn11.26 Það mun og sammæli margra að þessi út- gáfa hafi staðist betur tímans tönn en flest verk Finns, enda heldur Jón Helgason áfram og segir: Latnesku þýðingarnar og skýringarnar í þessari heljarútgáfu urðu grundvöllur eddu- vísindanna, sem nálega má heita að síðar hafi orðið að sérstakri fræðigrein. Meðal þess sem Finnur hefur lagt til, er framar öllu að telja orðabók hans um norræna goða- fræði, einskonar alfræðibók þar sem fletta má upp á einhverju nafni eða orði úr goða- fræðinni og fá um það þá vitneskju sem til er í heimildum. Petta er stórvirki og fullt af efni sem ekki hafði verið dregið fram í dagsljósið áður; enn í dag er það einstakt í sinni röð.27 Útgáfu- og rannsóknarstörf Þegar Finnur Magnússon kom til Kaupmannahafnar haustið 1812 bar vel í veiði því að þá vantaði mann til að halda áfram útgáfu Sæmundar-Eddu eins og áður hefir verið drepið á. Honum var veittur styrkur í þrjú ár til að vinna verkið frá upphafi árs 1817 að telja. Þegar sá tími var við að renna út sótti Finnur um að komast á föst laun - 1200 dali - en því var hafnað og einnig umsókn hans að verða háskólakennari og féleysi háskólans borið við. Á hinn bóginn fylgdi viljayfirlýsing um að greiða götu hans.28 Þá varð Finnur aukaprófessor að nafnbót 20. janúar 1818 samkvæmt konungsúr- skurði þann dag frá 18. júlí 1817 að telja.29 Ekki liggur fyrir hvað langt var komið undirbúningi að öðru bindi Sœ- mundar-Eddu þegar Finnur kom til, en það kom út 1818. Það var upphafið að fornfræðarannsóknum hans. Lokaátakið við Sœmundar-Eddu var erfitt, enda vann hann að því ásamt öðrum störfum sem á honum hvíldu. I bréfum sínum til Bjarna Þorsteinssonar vék Finnur oft að samningu Eddalæren og dens Oprindelse og hve hart hann lagði að sér svo að segja mátti að hann hafi tæpast unnað sér nokkurrar hvíldar. Fyrsta bindi verks- ins um uppruna eddufræða kom út í apríl 1824 og það næsta fylgdi fast á eftir, eins og fram kemur í bréfi hans til Bjarna Þorsteinssonar sama haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.