Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 20

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 20
18 ÓLAFUR HALLDÓRSSON ANDVARI Embætti prófessors í íslensku máli og bókmenntum við Hafnar- háskóla fylgdi auðvitað kennsluskylda, og að sjálfsögðu hefur kennslan tekið mikið af tíma Jóns, einkum fyrstu árin. Kennslu hans við háskólann hefur Stefán Karlsson lýst í ágætri grein í Tímariti- Máls og menningar 1986. Þar stendur þetta: Kennslan beindist einkum að frumskilningi textans, en fyrir bókmenntatúlk- un fór lítið, og málfræðin var hjálpartæki til þessa textaskilnings, en ekki markmið í sjálfri sér. Umfram allt var leitast við að skýra textann eins og hann var varðveittur. Mismunandi leshættir handrita, ef því var að skipta, vóru vegnir og reynt að komast að hinu upprunalegasta, en hæpnum leið- réttingartilgátum hafnað og umfram allt hátimbruðum kenningum sem höfðu verið reistar á slíkum tilgátum. „Þessi vísuhelmingur verður ekki skil- inn“, var stundum viðkvæðið; við það varð að búa að aldirnar höfðu leift mörgu skörðu.2 En allt frá fyrstu árum Jóns í Kaupmannahöfn og fram á síðustu daga ævinnar var Árnasafn sá vinnustaður þar sem hann átti löngum sitt sæti, eins og segir í kvæði hans, I Árnasafni: Innan við múrvegginn átti ég löngum mitt sæti, utan við kvikaði borgin með gný sinn og læti; hálfvegis vakandi, hálfvegis eins og í draumi heyrði ég þungann í aldanna sígandi straumi. Undrandi renndi ég augum með bókanna röðum: eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum; hvar sem ég fletti, við eyru mér ólguðu og sungu uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu. Hver var þ>essi staður? Þegar Árni Magnússon lést átti hann stærsta og merkilegasta safn íslenskra handrita sem nokkru sinni hafði komið í einn stað, blöð og brot úr skinnbókum, hið elsta sem hefur varðveist af því tagi, heilar eða misjafnt heilar skinnbækur frá miðöldum, pappírshandrit frá síð- ari öldum og mikið skjalasafn, allt frá því sem elst er til og fram á 18. öld. Með þessu safni var fenginn grundvöllur fyrir margvíslegar rannsóknir á íslenskri tungu og þróun hennar, svo og á íslenskum bókmenntum og sögu þjóðarinnar. Árni gaf Hafnarháskóla bækur sínar og handrit, og af eigum sínum stofnaði hann sjóð, en vöxtum af sjóðnum skyldi varið til að styrkja einn eða tvo íslenska stúdenta til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.