Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 104

Andvari - 01.01.1997, Blaðsíða 104
102 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI Nefndarmönnum brá misjafnlega við þau válegu tíðindi sem Worsaae flutti í riti sínu. Forchhammer snerist þannig við að hann tók saman bækl- ing - Bemærkninger - og sagðist ætla að halda uppi vörn fyrir þau atriði þar sem hann bæri ábyrgðina. Honum gramdist að Worsaae gaf ítrekað í skyn að hann hefði „forfört“ Finn, þar sem hann hefði aldrei komið fram með rúnaráðningar sínar ef hann hefði ekki treyst á jarðfræðiþekkingu hans. Forchhammer brigslaði Worsaae hins vegar um hlutdrægni og vilja velta sökinni á mistökunum yfir á sig. Þetta mál var tekið fyrir á fundi í Vísindafélaginu danska 29. nóvember 1844. Þar lýsti Molbeck því yfir að hann hefði allt frá byrjun dregið niður- stöður Finns og Forchhammers í efa. Þeir leituðust við að halda uppi vörn- um. Jón Helgason segir svo frá frammistöðu þeirra: Forchhammer og Finnur reyndu að bera hönd fyrir höfuð sér, en vörn Finns var svo lin að auðfundið var að hann hafði öngva trú lengur á málstað sinn. Sagan segir að jafnskjótt og hann var sestur hafi Madvig, hinn mikli málfræðingur Dana, kvatt sér hljóðs og lýst yfir því að hann hefði aldrei trúað á skýring Finns, enda hlyti hann að telja hana tóma fjarstæðu og vitleysu.78 Eftir þetta hljóðnaði umræðan um Runamo, nema Corsaren notaði tæki- færið til að skopast að þeim félögum. Grímur Thomsen fór hins vegar fram á ritvöllinn til að svara Worsaae og verja Finn með bæklingi sem bar heitið En Stemme fra Island i Runamosagen, þar sem hann hélt því fram að hér hefði einungis verið um skýringartilraun að ræða af hálfu Finns. Það var ekki ein báran stök hjá Finni um þetta leyti þegar rúnaskýringar voru annars vegar. Árið 1845 fékk hann á sig nýjan brotsjó. Finnur hafði skrifað um rúnirnar á svonefndum Ruthwellkrossi í Skotlandi árið 1836, fyrst á ensku og árið eftir á dönsku. Hér fór líkt og með Runamorúnirnar. Áratugurinn var ekki liðinn þegar norski fræðimaðurinn R A. Munch sýndi fram á að Finnur hefði þar farið villur vegar. Ævilok og eftirmæli Finnur Magnússon lagði gjörva hönd á margt á ævi sinni. Síðla árs 1837 tók hann saman æviágrip sitt og taldi þar upp ritverk sín og skipti niður í níu flokka eftir efni. Fyrsti flokkur var saga og landafræði þar sem hann tí- undaði hálfan annan tug rita og greina. Þá var Grönlands historiske Mind- esmærker, merkasta rit hans á því sviði ekki komið út. Næsti flokkur var norræn fornleifafræði. Undir hann tíundaði hann sjö ritgerðir. Þriðji flokk- urinn var helgaður rúnum. Þar tíundaði Finnur tug greina, en þar vantaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.