Andvari - 01.01.1997, Page 104
102
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
Nefndarmönnum brá misjafnlega við þau válegu tíðindi sem Worsaae
flutti í riti sínu. Forchhammer snerist þannig við að hann tók saman bækl-
ing - Bemærkninger - og sagðist ætla að halda uppi vörn fyrir þau atriði
þar sem hann bæri ábyrgðina. Honum gramdist að Worsaae gaf ítrekað í
skyn að hann hefði „forfört“ Finn, þar sem hann hefði aldrei komið fram
með rúnaráðningar sínar ef hann hefði ekki treyst á jarðfræðiþekkingu
hans. Forchhammer brigslaði Worsaae hins vegar um hlutdrægni og vilja
velta sökinni á mistökunum yfir á sig.
Þetta mál var tekið fyrir á fundi í Vísindafélaginu danska 29. nóvember
1844. Þar lýsti Molbeck því yfir að hann hefði allt frá byrjun dregið niður-
stöður Finns og Forchhammers í efa. Þeir leituðust við að halda uppi vörn-
um. Jón Helgason segir svo frá frammistöðu þeirra:
Forchhammer og Finnur reyndu að bera hönd fyrir höfuð sér, en vörn Finns var svo
lin að auðfundið var að hann hafði öngva trú lengur á málstað sinn. Sagan segir að
jafnskjótt og hann var sestur hafi Madvig, hinn mikli málfræðingur Dana, kvatt sér
hljóðs og lýst yfir því að hann hefði aldrei trúað á skýring Finns, enda hlyti hann að
telja hana tóma fjarstæðu og vitleysu.78
Eftir þetta hljóðnaði umræðan um Runamo, nema Corsaren notaði tæki-
færið til að skopast að þeim félögum. Grímur Thomsen fór hins vegar fram
á ritvöllinn til að svara Worsaae og verja Finn með bæklingi sem bar heitið
En Stemme fra Island i Runamosagen, þar sem hann hélt því fram að hér
hefði einungis verið um skýringartilraun að ræða af hálfu Finns.
Það var ekki ein báran stök hjá Finni um þetta leyti þegar rúnaskýringar
voru annars vegar. Árið 1845 fékk hann á sig nýjan brotsjó. Finnur hafði
skrifað um rúnirnar á svonefndum Ruthwellkrossi í Skotlandi árið 1836,
fyrst á ensku og árið eftir á dönsku. Hér fór líkt og með Runamorúnirnar.
Áratugurinn var ekki liðinn þegar norski fræðimaðurinn R A. Munch sýndi
fram á að Finnur hefði þar farið villur vegar.
Ævilok og eftirmæli
Finnur Magnússon lagði gjörva hönd á margt á ævi sinni. Síðla árs 1837 tók
hann saman æviágrip sitt og taldi þar upp ritverk sín og skipti niður í níu
flokka eftir efni. Fyrsti flokkur var saga og landafræði þar sem hann tí-
undaði hálfan annan tug rita og greina. Þá var Grönlands historiske Mind-
esmærker, merkasta rit hans á því sviði ekki komið út. Næsti flokkur var
norræn fornleifafræði. Undir hann tíundaði hann sjö ritgerðir. Þriðji flokk-
urinn var helgaður rúnum. Þar tíundaði Finnur tug greina, en þar vantaði