Andvari - 01.01.1997, Side 16
14
ÓLAFUR HALLDÓRSSON
ANDVARI
Fyrstu Hafnarárin
Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1916, aðeins
seytján ára gamall, og hafði þá setið einungis einn vetur í skólanum
sem reglulegur nemandi. Haustið eftir sigldi hann til Kaupmanna-
hafnar og kom þar um mánaðamótin ágúst-september og innritaðist í
Háskóla Kaupmannahafnar. Þá var Finnur Jónsson (f. 29. 5.1858, d.
30. 3. 1934) prófessor í norrænum fræðum við háskólann. Jón fór á
fund hans skömmu eftir að hann kom til Hafnar og mun hafa rætt
við hann um áhugamál sín. Trúlega hefur Finnur fljótlega komist að
raun um hvert efni var í þessum unglingi, og hann fékk Jóni, þegar á
fyrsta vetri hans í Höfn, það verkefni að skrifa upp bréf Bjarna
Thorarensens, sem þeir Bogi Th. Melsteð, dóttursonur Bjarna, höfðu
hug á að gefa út á vegum Hins íslenska fræðafélags í Kaupmanna-
höfn, og skyldi byrja á bréfum til Gríms amtmanns Jónssonar og
Finns prófessors Magnússonar. Þessi bréf eru varðveitt í Þjóðskjala-
safni Dana (Rigsarkivet), og þar skrifaði Jón þau upp fyrsta veturinn
sem hann var í Kaupmannahöfn.
Rithönd BjarnaThorarensens er síðborið afbrigði af fljótaskrift,
smá og víða óskýr og fjarri því að vera auðlesin, en til leiðbeiningar
við lesturinn hafði Jón ekki annað en seðil sem Finnur hafði hripað á
stafróf með fljótaskriftarletri. En ávöxturinn af þessari fyrstu atlögu
Jóns að torlæsum handritum kom síðar í ljós, því að hann sleppti
ekki hendinni af Bjarna, þótt hann lyki við að skrifa upp þessi bréf.
Mörgum árum síðar gekk hann frá útgáfu á kvæðum Bjarna, sem
kom út í Kaupmannahöfn á vegum Fræðafélagsins árið 1935, tvö
bindi: Bjarni Thorarensen. Ljóðmœli I—II. í fyrra bindinu eru kvæði
Bjarna gefin út stafrétt eftir varðveittum handritum, eða frumprenti
og eftirritum þar sem handrit eru ekki varðveitt. í síðara bindi eru
athugasemdir og skýringar með nákvæmri greinargerð fyrir varð-
veislu kvæðanna, ásamt viðauka með vísum og kviðlingum sem ekki
þóttu eiga erindi í sjálft kvæðasafnið. Þessum tveimur bindum fylgdi
síðan þriðja bókin með æviágripi Bjarna og kvæðum hans prentuð-
um að mestu með nútíma stafsetningu: Bjarni Thorarensen. Kvœði.
Til þess að skilja þá vinnu og alúð sem hefur verið lögð í frágang
þessara bóka nægir að líta á athugasemdir við eitt kvæði, t.d. kvæðið
um Sæmund Magnússon Hólm á bls. 108-111 í síðara bindinu. í þess-