Andvari - 01.01.1997, Qupperneq 159
ANDVARI
ÞRJÚ ÓBIRT BRÉF FRÁ STEPHANI G. STEPHANSSYNI
157
œtlan með okkur, fremur en við vœrum engir til. Þarna sérðu
grunninn undir trú minni. Og œvi manns er ekki alveg til ónýtis,
hafi maður getað ögn hreyft hugsunarháttinum kringum sig, eður
þó ekki sé annað en það, að næstu og yngri sporgöngumennirnir
manns eigi, af því maður var þó uppi, ekki alveg eins örðuga
œsku eins og maður sjálfur átti. Þetta er rótin að því að ég er ekki
lamaður af lífsleiðanum og „punktum og basta!“
Sumarið hérna brann og fraus á víxl. Uppskera verður rýr.
Hey nóg. Óþreskt enn hér hjá okkur. Haustið gott, fram að þess-
um síðustu dögum. Þó er jörð fryst. Kuldablástur nú í 2 daga
með éljaköstum. Snjógráð á jörð, varla grastyllingur þó. Blítt
veður í dag, sem er hinn 11.
Af mínum högum er það fljótlegt: Við bjuggum hér saman, ég
og drengir mínir mörg ár. Svo skiptist allt upp. Sá elsti, Baldur, á
land, töluvert af gripum og hestum, hérumbil víst skuldlaust, og
kemst fullvel af það sem af er búskapnum. Sá nœsti, Guðmund-
ur, átti lausafé, gripi og hross, upp á liðuga $ 1000,oo sem hann
seldi flest og setti í verslun hér. Svo á hann land. Eg held honum
gangi allvel. Báðir giftir og eiga 3 börn hvor. Sá yngsti, Jakob, er
heima hér enn og ógiftur. Þó við vinnum saman, á hann bæði
land og lausafé, svo að ég held að hann hefði nóg að gera oftast
að hirða um það einn. Út úr þessu félagsbúi okkar fór ég svo
með allar s[ky]l[du]rnar og allar skuldirnar! Ég á tvö lönd, örfáa
gripi og hesta, og nokkur svín, því ég treysti mér ekki lengur til
mikillar vetrarfjármennsku, en vil sem minnst þurfa annarra við.
Ég er oft lasinn, aldrei eyðilagður, farið að förlast vinnuþol, en
ekki alónýtur enn. Búskap hœtti ég, sjái ég mér færi að komast
svo af en enn er það ekki.
Víst væri gaman að sjá þig hér vestra, hvíla þig þangað til þér
leiddist, hjá Laugu systurf hérna á næsta bæ, og mér. Við hefðum
gaman af því, og svo allt frændfólkið, sem þú átt hérna!
Kannski kem ég austur til ykkar næsta sumar, verði Islendinga-
dagurinn haldinn. Mér var boðið í sumar [se]m leið, en svo seint
að ég gat ekki komist. Ef af því yrði, leita ég þig uppi, því næsta
sinn, sem ég ferðast, skal ég ekki verða auglýsingagóss til upp-
boðs á vissum stað og klukkutíma, og við það bundinn. Ég ætla
að flakka eins og höfuðið horfir.
í nágrannabænum Red Deer, býr kunningjakona þín, Kristín
Þorvaldsdóttir, gift Halldóri Ásmundssyni frá Haga. í sumar ráð-
gerði hún að heimsœkja þína byggð og þig, en ekkert varð af því.
Og Jón minn, nú hœtti ég. Vil ekki að þú hafir nýju gleraugun