Andvari - 01.01.1997, Side 125
andvari
í HEIMANA NÝJA
123
unin er tvöföld, til fornrar kveðskapargreinar auk þess sem stefin sem
Theodora tekur upp í þulur sínar vísa hvert til sinnar sögu. Theodora geng-
ur lengra en Hulda í notkun vísana. Pó að þjóðkvæði í safni Ólafs Dav-
íðssonar og þjóðsögur í safni Jóns Árnasonar geymi þann menningarheim
sem liggur þulum hennar til grundvallar vísar hún líka í norrænar goðsögur,
fornsögur, ævintýri H. C. Andersens, Ijóð Bjarna Gissurarsonar og kvæði
samtímaskálda.
Eins og Sveinn Skorri hefur bent á virkja þulur hljómfall og tóngildi
málsins í anda táknsæisstefnu. En formbylting þeirra er jafnvel enn róttæk-
ari. Sjálf hefur Theodora lýst þulum svo: „engin grein kveðskapar er sú,
sem jafn-lítt er vandað til eins og þululjóðin. Þetta er eins og blómvöndur
sem allt er tínt í sem hönd á festir, þyrnar og þistlar, augnfró og ýlustrá,
rósir og skollafætur og svo margt sem rót festir í myrkri moldu.“40 Þessi
staðhæfing er að sönnu til marks um þau ólíkindalæti sem einkenna skrif
Theodoru um eigin skáldskap og spretta af rótgróinni vantrú á að flíka eig-
m ágæti. En hún kemur einnig að hinu algjöra frelsi sem þulan veitir undan
hvers kyns „sléttuböndum, vatnsfelldum og stöguðum“ og öðru rímoki.
Þulan er leið undan ofurvaldi formsins, þar er rími og stuðlum skellt inn
eftir hentugleik og ólíkum myndum ægir saman. Þulurnar eru nykraður
kveðskapur í bestu merkingu orðsins, líkt og nykurinn fara þær með okkur
þangað sem þær sjálfar vilja, þvert á hefðir og venjur, og sýna okkur þannig
1 tvo heimana.41 Þannig eru þær undanfari módernísks skáldskapar.
Nýjung þulukveðskapar virðist í fyrstu einkum í formi en í raun er hið
nýstárlega form þulunnar aðeins dularklæði hinnar raunverulegu byltingar
sem er í inntaki hennar. Kjarni þulukvæða Theodoru er hið sérkennilega
samband manns og náttúru sem er í senn heillandi og hættulegt og útlegð
mannsins frá náttúruheiminum þar sem hann á í raun heima. Útlegðar-
túfinningin er kennd sveitamannsins á mölinni, heyrir til tímanum þegar
samfélag bæjanna er að taka við af sveitinni. Pulur Theodoru komu út árið
^916, tveimur árum áður en ísland varð fullveldi, sama ár og fyrstu stétta-
flokkarnir voru stofnaðir. Frelsi þjóðarinnar var á útleið, frelsi einstakl-
mgsins er tekið að verða mál málanna og þá frelsi konunnar. í þulunum er
emstaklingurinn og skynjun hans í öndvegi, einstaklingurinn í útlegð frá
hinum raunverulega heimi sínum.
Þulur Theodoru endurspegla einnig hugmyndalega gerjun aldamótaár-
anna, bæði á íslandi og erlendis, sem hugtakið nýrómantík nær ekki fylli-
^ega að lýsa. Nú var íslenskt þjóðfélag gjörólíkt iðnvæddum evrópskum
samfélögum á þeim tíma en bærinn var orðinn til og þar bjó Theodora. Að
auki ferðast listin hraðar en samfélagsbreytingar. Aldamótin voru tími
uPpreisnar og nýjunga meðal evrópskra menntamanna í borgum, þá kom
^nódernisminn fram á sjónarsviðið af fullum krafti sem allsherjar bylting í