Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 18
14
Sigurjón Jónsson
andvari
manns dr. Gunnlaugs í stjórn Rauða krossins, Björns Ólafssonar
ráðherra, í áðurnefndri Vísisgrein.
Þegar stjórn Rauða krossins ákvað að gefa út alþýðlegt tíma-
rit um heilbrigðismál, „Heilbrigt líf“, mátti segja, að dr. Gunn-
laugur væri sjálfkjörinn til að hafa á hendi ritstjóm þess, enda
vafasanrt, að orðið hefði úr útgáfu tímaritsins þá, ef hann hefði
engan kost gert á því að takast hana á hendur. ,,Munu fáir
vita, hve mikla vinnu og ósérplægni hann lagði í þetta starf
sitt“, segir dr. Sigurður Sigurðsson í áðurnefndri minningargrein.
Var hann þó um það leyti, sem hann tókst það á hendur, tek-
inn að kenna sjúkdóms þess, er 8 ámm síðar vann honum aldur-
tila. Er það til rnarks um áhuga hans á þessu starfi, að í bana-
legunni las hann prófarkir af síðasta hefti tímaritsins, er hon-
unr auðnaðist að fjalla um, enda vissu það allir kunnugir, að
hann var iðjumaður svo nrikill, að hann gat aldrei óstarfandi
verið, jafnvel þótt hann tæki ekki á heilum sér.
Bálfaramálið var hið þriðja áðurtalinna nrála, er dr. Gunn-
laugur Claessen beitti sér sérstaklega fyrir og leiddi til sigurs
að lokum. Að vísu hafði einstaka maður hér á landi hreyft þvi
nokkuð áður en hann fór að láta það til sín taka. Steingrínrur
Matthíasson ritaði grein unr líkbrennslu í Skími 1905, og Guð-
mundur Björnsson landlæknir um „bálfarir, jarðarfarir og ann-
að líf“ 1913, sönruleiðis í Skírni, er báðar gengu í þá átt að
hvetja til að taka upp líkbrennslu, og Sveinn Björnsson, síðar
forseti íslands, er sat þá á Alþingi, flutti þar 1915 frumvarp til
laga unr líkbrennslu, er náði samþykki þingsins og varð að lög-
um. En þeim sigri var lítt eða ekki fylgt eftir, og veit ég ekki
til, að málinu væri hreyft eftir það, fyrr en Gunnlaugur Claessen
hófst þar handa um forgöngu. Snemma á bæjarstjórnarárunr sín-
um tók hann að hreyfa málinu í hæjarstjórn og hélt því þar
fram, að bærinn ætti að gangast fyrir því, að reist væri bálstofa
í Reykjavík. Flutti hann þegar í sept. 1922 tillögu um, að bæjai-
stjóm léti ákveða stað fyrir bálstofu; mun því ekki hafa verið