Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 24

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 24
20 Sigurjón Jónsson ANDVARI „Þjóðinni lærðist fljótt“, heldur hann áfram, „aS meta gildi þess, enda má fullyrða, að tímaritið hafi í höndum dr. Gunn- laugs Claessens náð þeim tilgangi sínum að verða öflugur þáttur í heilsuvemdarstarfseminni í landinu. — I greinum sínum reyndi dr. Gunnlaugur Claessen að auka þekkingu landsmanna á holl- um og heilbrigðum lifnaðarháttum, vekja áhuga þeirra á útrým- ingu ýmissa sjúkdóma og óþrifakvilla og bægja frá þeim ýmsum hindurvitnum og hleypidómum um heilsufarsleg málefni". Er þetta hverju orði sannara, og á raunar við um ritstörf hans öll á sviði heilbrigðisfræðslunnar. Þau bera og öll vitni um það, hve sýnt honum var um að setja jafnvel flókin viðfangsefni frarn á svo ljósan og auðskilinn hátt, að jafnvel þeim, sem enga þekk- ingu höfðu fyrir á umræðuefninu, varð það ljóst og auðskilið. Enn bera öll hans ritstörf hinni einstöku vandvirkni hans vitni, því að ekki kastaÖi hann höndum til neins, sem hann vann. í öllu, sem hann ritaði, birtist og sama prúðmennskan sem í dag- fari hans. Víða var fræðslan krydduð góðlátlegri kímni, sem þó gat verið neyðarleg stundum, er hann deildi á líkamlegan eða andlegan óþrifnað, hvort heldur fastheldni landans við lúsina eða hégiljur og öfgar í sumri svokallaðri heilbrigðisfræðslu, en allt slíkt var snyrtimenninu og hófsmanninum Gunnlaugi Claes- sen viðurstyggð. Og hans næma dómgreind gerði honum auðvelt að koma auga á það, sem miður fór, og benda á leiðir til úrbóta, þegar um slíkt gat verið að ræða. Á stúdentsárum sínum í Kaupmannahöfn fékk Gunnlaugur berklasnert í lunga og varð að liggja um tíma í heilsuhæli í Dan- mörku. Tafði þetta nokkuð fyrir námi hans, svo sem nærri má geta, en fulla bót þessa sjúkdóms hafði hann fengiÖ er hann lauk embættisprófi. Eftir það mátti hann heita heilsugóÖur fram undir sextugt, en síðustu 8 árin, sem hann lifði, var hann oft sárþjáður af andarteppu (asthma), er hann fékk í svæsnum köst- um, en bráði af á milli. Var sá sjúkdómur ættgengur í karllegg í föðurætt hans. Urðu köstin þyngri og millibilin styttri eftir því sem lengra leið á ævi hans, unz hráð lungnabólga, er hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.