Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 32

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 32
28 Þorkell Jóhannesson ANDVARI á siglingu þessara keppinauta. Þannig atvikaðist það, að fríhöndl- unin náði ekki tilgangi sínum nema á fáum stöðum, þar sem verzlunarmegnið var mest, eins og t. d. í kaupstöðunum við Faxaflóa og í nokkrum kaupstöðum öðrum, þar sem þrifizt gátu fleiri verzlanir en ein. En jafnvel fyrir slíka staði voru auknar hömlur á sigling lausakaupmanna til tjóns. Almenna bænar- skráin frá 1795 var fram komin til þess að mótmæla þessum hömlum og öðrum ókjörum, sem við fríhöndlunina loddu. En ríkisstjórnin sat fast við sinn keip og taldi, að við sjálfu skipu- lagi verzlunarmálanna mætti ekki hagga; verzlunarfrelsið mætti ekki skerða með íhlutun stjómarvalda, enda myndi agnúar þeir, er fram hefði komið, hverfa smám saman af sjálfu sér. En reyndar hafði stjómin sjálf með aðgerðum sínum í túlkun verzlunarlag- anna 1792 skert verzlunarfrelsið til rnuna, svo að slík ummæli fóru engan veginn vel í hennar munni. Hitt var vafalaust rétt, að sökin lá ekki öll hjá kaupmönnum, né heldur lá hún öll í sjálfu skipulagi fríhöndlunarinnar. Landsmenn ollu sjálfir sumu, er gjaldvara þeirra var ærið misjafnlega verkuð og verðmæt. Sunm olli fátækt manna, er þeir gerðust skuldbundnir einstökum verzlun- um og megnuðu ekki að slíta það helsi. Sumt stafaði af rýrri framleiðslugetu í ýmsum landshlutum, sem fyrr var sagt. Og allt tók þetta litlum breytingum fram um 1820. Svo má kalla, að árekstralítið gengi urn þessi mál, úr því er rimmunni út af almennu bænarskránni lauk, um aldamótin 1800. Örðugleikar þeir, sem að þjóðinni steðjuðu í verzlunarsökum upp þaðan og við loddu fram undir 1820, áttu rætur að rekja til styrjaldar og óreiðu urn peningagildi, verðbólgu, er að vísu kom hart niður á þeim mönnum, er við verzlun fengust, en bitnaði samt mest á landsmönnum, er kaupmennirnir reyndu eftir föng- urn að velta skakkaföllum sínum á þeirra bak. Voru þeir og illu vanir, enda furðulega þolgóðir, því kalla má, áð á þessum árum væri aðeins einn maður, sem dug og kjark hafði til þess að leita nýrra úrræða í verzlunarmálunum, Magnús Stephensen, Irum- kvöðull almennu bænarskrárinnar frá 1795. Undirtektir þær, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.