Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 67
ANDVARI
Þættir um kjör verkafólks
á síðara hluta 19. aldar.
Eftir Böðvar Jónsson.
[Inntakið úr þáttum þessurn um kjör og vinnubrögð verkafólks á
síðara hluta 19. aldar er tekið eftir drögum, sem ég fékk hjá gömlum
vini mínum, Böðvari Jónssyni pósti, fyrir um 20 árum síðan. Þá var
mér í huga að safna fróðleik urn dagleg störf og aðbúnað manna á
ýmsum tímum, þótt minna yrði úr því en skyldi. Er ég rakst af nýju
á frumdrög þessi í fórum mínum fyrir skemmstu, kom mér í hug, að
rétt væri að prenta þau. — Þeim fer nú að fækka, gömlu sunnlenzku
kaupamönnunum, sem norður riðu fjöll í byrjun sláttar, svo sem hér
er frá sagt. Af frásögn Böðvars verður ekki séð, hversu stórfelld þessi
atvinnuleit var. Til fróðleiks skal þess hér getið, að maður, sem fór
suður fjöll dagana 9.—11. júlí 1858, mætti þrem hópum manna á
leiðinni, um 100 manns í hvorum, langflest kaupafólk á norðurleið.
Þetta var Tryggvi Gunnarsson. — Böðvar Jónsson var mikill skýr-
leiksmaður og gagnmerkur í orðum. Er frásögn hans því merkileg,
þótt ég sjái nú, að hún hefði mátt vera fyllri í ýmsum greinum og
betur niðurraðað efninu. Þegar efni þetta var saman tekið, var hann
kominn hátt á áttræðisaldur. Hann andaðist í fyrra vetur, þá kominn
undir tírætt. Þ. J.]
Ég mun reyna að lýsa störfum manna og lifnaðarháttum á
Seltjarnamesi og við Reykjavík eins og þessu var almennt háttað
á ámnum 1869—1884, er ég þekkti þama bezt til. Á sú lýsing
reyndar einnig við um Suðurnes, Hafnarfjörð og Álftanes, og
svo Akranes.
Frásögn mína vil ég hefja með því að skýra frá hauststörfum.
Um 29. scptember var talið, að haustvertíð byrjaði. Var þá að
venju lokið öllum sumarönnum og fólk það, er farið hafði að
5