Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1953, Page 39

Andvari - 01.01.1953, Page 39
ANDVAHI 35 Á mótum gamals tíma og nýs öld verða stórkostleg umskipti í lífsafkomu þjóðarinnar. Fólki í landinu fer nú nokkuð jafnt og stöðugt fjölgandi, þótt hægt miði að vísu. Á 18. öld kemst mannfjöldinn úr 50358 árið 1703 þrisv- ar sinnum niður fyrir 40 þúsund. 18. öldin var mikil hrakfalla- öld. Mestan usla gerði stórabóla 1707—09, hallærið mikla 1752— 57 og móðuharðindin. Hér bættist svo við fjársýkin 1761—1779, er olli miklum atvinnubresti og þrengdi fast að kjörum manna í miklum hluta landsins. En fyrri hluti 19. aldar var svo sem enginn sældartími heldur. Fyrstu ár aldarinnar voru hörð, en því næst gerir illt árferði af völdum siglingateppu og dýrtíðar, er heldur þjóðinni í bóndabeygju frarn urn 1820. Þetta kemur líka fram í manntalinu, en á fyrstu tveim tugum aldarinnar fjölg- ar fólkinu aðeins um rúm 1600 eða urn 800 á 10 árurn. En á næstu 3 áratugum um rúml, 10 þús., eða um 3400 á 10 árum til jafnaðar. Alls er fólksfjölgunin frá aldamótum til 1850 um 12 þúsund, eða 2400 til jafnaðar á hverjum áratug. Orðugleikar áranna fram um 1820 koma ef til vill gleggst frarn í ljósi þess- ara talna. En hvað er svo það, sem gerir gæfumuninn milli fólks- fjöldameðaltalsins á 18. öld og fyrra hluta 19. aldar? Nærri liggur að benda á stórfelldustu breytinguna í atvinnuefnum þjóð- arinnar, íýmkun verzlunarhaftanna, og í raun réttri er örðugt að koma auga á aðra orsök, sem rniklu varði. Rýmkun verzlunar- haftanna, fríhöndlunin, þótt hún þætti órífleg og við hana loddi alltaf mikið af ágöllum einokunarskipulagsins, létti þungu fargi af atvinnulífi þjóðarinnar, gerði kleift að leita úrræða, sem áður var enginn kostur. Um það vitnar vísir sá að þilskipaútgerð upp úr aldamótum 1800, sem fyrr var að vikið. Bætt verzlunarkjör er ákaflega teygjanlegt hugtak. Ekki þarf mikið til að bæta illt ástand svo að það verði þó þolanlegra, jafnvel gott, að mati þeirra, sem við ókjörin áttu áður að búa. Eitt er víst, að eigi urðu neinar stórfelldar breytingar eða nýrnæli í atvinnulífi landsmanna frá aldamótum 1800, er orkað gæti á hagi almennings til rýmkunar á kjörum hans, hvorki í landbúnaði eða útvegi, aðeins hægfara þróun. En þá þróun má líka eflaust fyrst og fremst þakka hag-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.