Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 86

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 86
82 H. H. ANDVARI innar“. Það eru eklu miklar ýkjur, þótt sagt sé, að á íslandi sé svo hlýtt, að menn geti með lítilli tamningu að eins verið eins búnir sumar og vetur og — ítalir á Italíu á sumrum. Þarf ekki annað en að líta á, hvemig fólk er búið hvervetna hér á landi dags daglega, til að sjá, að þetta er ekki fjarri sanni. Hins vegar er ekki undarlegt með því lagi, þótt fólki þyki kalt, þegar ekki er hlýtt í veðri, er það trúir því líka, að landið sé kalt. Þeir vita það, sem lent hafa í því að vinna erfiðisvinnu í suðlægari lönd- um og heitari, hvílíkur kostur það er, hversu jafnheitt er hér allan ársins hring. Játa má þó, að þeim, sem hafa ekki annað þarfara fyrir stafni og þurfa ekki að hafast annað að en að velt- ast og flatmaga í sólskini á baðströndum, kunni að þykja það ókostur, en, sem betur fer, eru þeir svo fáir hér, að litlu skiptir, hvað þeim hentar, enda er nauðsyn þess háttar lifnaðar víst að mestu leyti að eins hagsmunamál baðstrandabraskara og þeim ánetjaðra heilsufræðinga. ísland var aldrei skapað til þess að geta kallazt Latapaland. Hæfileg útivinna eða útiganga er vafa- laust miklu hollari en óvirk útilega. „Sólin ekki sinna verka sakna lætur“. Allt of mikið er gert úr óhollustu af því, að sólskinsstundir eru ekki fleiri hér á landi en raun ber vitni. Það eru vafalaust einber hindurvitni, að holha áhrifa sólskins gæti ekki nægilega nema í heiðskíru veðri. Ský eða vatn draga líklega tiltölulega lítið úr þeim. Að minnsta kosti er karfinn rauði bæði útitekinn og fullur af fjörefnum, þar sem hann liggur í sólskinsbaði djúpt á mararbotni á Halamiðum. Sann- leikurinn er sá, að áhrif sólar eru miklu magnaðri hér á landi en í skýlausari löndum og skógi vaxnari, þar sem loft er alla jafna þrungið af ógagnsæju ryki, en hér er loft alloftast hrein- þvegið af skýjurn himins. Þetta er kostur, og það er líka kostur, að landið skiptir miklu betur litum undir skýjuðum himni en skýlausum. Litir og drættir í svip landsins njóta sín bezt, er nokkurt skýjafar er, og fegurstir eru litir þess, djúpir og mildir, í þurru dimmviðri. Það ætti að minnsta kosti að vera landkostur í augum málara og þeirra, er sjá sér hag í heimsóknum erlendra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.