Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 43

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 43
andvari Á mótum gamals tíma og nýs 39 við. Bendir það til þess, að liún hafi þótt arðvænleg í sjálfu sér. Arið 1826 eru talin 16 þilskip á landinu 10 smálestir eða þar yfir. Sú tala er væntanlega heldur lág, því eitthvað af slíkum skipum mun löngum hafa staðið uppi vegna viðgerða o. þ. h. og ekki talin fram. 1853 er þilskipaeignin 31 skip, og er sú tala víst áreið- anleg. Fjölgar þá þilskipum frá 1826 til Í853 úr 16 í 31. Sé litið til vaxtar bátaflotans á svipuðum tíma, er hér um hlutfalls- lega milda fjölgun að ræða. Samt er þessi floti eigi stór, en þess er þá líka að gæta, að á árunum 1831—1847 er talið, að 22 þil- skip hafi farizt, brotnað eða orðið ónýt á annan hátt. Breytir þetta myndinni nokkuð. Má af öllu þessu ráða, að þrátt fyrir allt væri trú manna á útveg þennan sterk og hafi menn seiglazt furðulega við að halda í horfinu. Var þess og skammt að bíða, að látið væri til skarar skríða um að bæta úr mestu vanhögum þessarar atvinnugreinar: áhættunni, tryggingarleysinu, og skortinum á hæf- um skipstjórum. Riðu Vestfirðingar hér fyrstir á vaðið. Þess var fyrr getið, að þilskipaútgerð hófst fyrst við Faxaflóa, en því næst á Vesturlandi. Þegar tímar liðu fram óx þilskipaútvegurinn vestra, en þvarr syðra, þannig að 1826 eru talin 5 skip syðra, 10 vestra °g aðeins 1 í norður- og austuramti. Milli 1840 og 1850 virðist þilskipaeign syðra horfin að mestu eða öllu. 1846 eru þilskip vestra talin 36 og 1849 eru talin 21 skip vestra, 3 í norður- og austuramti, en ckkert syðra. Tölur þessar þykja ekki allskostar öruggar. En bending sú, sem þær gefa um skiptingu þilskipaflot- ans eftir landshlutum, mun fara nærri réttu lagi. Um miðja öld- ina má kalla, að þilskipaútgerðin sé einskorðuð við Vesturland. Kunnugt er, að á þeirn tíma var þilskipum mjög haldið til liá- karlaveiða, en hlutur þeirra í fiskveiðum var enn fremur lítill. hað er þá líka vitað, að Norðlendingar, sem um langan aldur höfðu sótt fast hákarlaveiSar á opnurn bátum, vom um þetta leyti farnir að fá augastað á þilskipaútgerð, í því skyni að efla hákarla- ntveg sinn. Er þess og skammt að bíða, að þeir hefjist handa um þetta, upp úr miðri öldinni. Flér að framan var nokkur tilraun gerð til þess að leiða í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.