Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1953, Qupperneq 82

Andvari - 01.01.1953, Qupperneq 82
78 Böðvar Jónsson ANDVARI duggarapeysur. Enn fremur voru heimaunnir allir sjóvettlingar, sem við karlmennirnir rerum með, og af þeim þurfti mikið. Heita mátti, að kvenfólkinu félli aldrei verk úr hendi, því auk allrar daglegrar vinnu höfðu þær með höndum öll þjónustubrögð, en oft þurfti að þvo og þurrka föt, er menn komu blautir og hraktir af sjónum. A vetrarvertíð var mannflest við sjóinn. Þá komu menn víðs- vegar að til róðra. Voru það mest vinnumenn, en líka bændur og búleysingjar. Var og mest upp úr þessum tíma að hafa. Sá fiskur, sem þá aflaðist, hvort heldur á línu eða í net, var að kalla mát'tí allt þorskur. Hann var fyrst lengi hertur eða salt- aður. Sumt var verkað sem verzlunarvara, en hitt flutt í nær- liggjandi sveitir og haft til matar. Var það holl og góð fæða. Margir voru þeir menn úr sveitum, sem hirtu vel og hagnýttu allt af fiskinum, verkuðu og fluttu heim í hú sitt, svo sem lýsi, sem þeir bræddu sjálfir, það bezta haft til matar en hið lakara til Ijósa. Eins voru hrognin söltuð og flutt heim, svo og sund- magi og kútmagi. Ekki voru allir jafnnatnir að hirða þetta og gera mat úr því. Til þess þurfti iðni og nýtni, svo sem að fleygja engu af þessu, þegar gert var að fiskinum, og svo þegar landlega var, að verka sundmaga og kútmaga, rista upp, skafa og hreinsa. Og svo þegar þurrkur var, að breiða þetta á steina utan í görðurn, þar sem það þornaði, og tína það svo sanran, draga upp á band, í kippur. Var þetta svo flutt heim á vorin. Fæði vermanna, en svo voru þeir nefndir, sem úr sveitum komu til róðra á vertíð, var soðinn fiskur, hrognkelsi, brauð, smjör, kæfa og kaffi. í kæfu höfðu vermenn einn sauðarskrokk. Auk þess höfðu þeir 4 fjórðunga smjörs. Þetta var venjulegt um menn úr Dalasýslu, Borgarfirði, Kjósarsýslu og Árnessýslu. Aftur fluttu fáir að norðan nokkuð til matar sér, heldur tóku þe'r vanalega að láni hjá kaupmanninum allar sínar nauðsynjar, svo sem brauð, smjör, kæfu, kaffi, svo og veiðarfæri, salt og yfirleitt allt, ætt og óætt, sem hafa þurfti á vertíðinni. Svo lögðu þeir inn á móti þessu afla sinn, sem oft var nógur til að borga kostn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.