Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 37

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 37
andvari 33 Á mótum gamals tíma og nýs ryðjendur spyrja ekld til vegar, þeir búa þá til. Og þeir spyrja ekki, hvað fært sé. Þeir gera fært, það sem áður virtist ófært. Þessir menn voru böm mikilla umbrotatíma, en á slíkum tímamótum gerast sumir menn furðulega skyggnir á viðfangs- efni, sem að kalla, og gildi þeirra. Lengi hafði því verið haldið fram, að framtíð íslands væri hvað mest undir framförum sjávar- útvegsins komin. Hér táknar þilskipaútvegurinn hina mestu fram- för. Ný öld er í aðsigi. Hún er vísast lengra framundan en hinir framsæknustu menn láta sig dreyma um, en bjarmann af hinni fyrstu dögun hennar hafa þeir sjálfir séð. Árið 1832 kemst Guð- mundur Scheving svo að orði um framtíð sjávarútvegsins hér á landi, og hefir þá í huga þilskipaútgerðina: „Satt er að vísu, að landgagnið hefir verið kallað bæði miklu vissara og rneira en sjávargagnið, og svo hefir það reynzt hingað til, en það ætla ég sannast, að sjávarútvegurinn gæti aukizt meira en landgagnið úr því, sem það nú er, og að það geti orðið töluvert vissara en það nú er. Ég játa að vísu, að landgagnið gæti aukizt og margfaldazt með forsjá og kunnáttu og tilkostnaði, en það virðist þó svo sem takmörk þau, er jarðyrkjan og landgagnið geti torveldlega kom- izt yfir, sé miklu nær og auðsénari en þau, er gætu afmarkað framfarir sjávarútvegsins.“ Guðmundur var mikilhæfur fram- kvæmda- og fjáraflamaður og hann sltildi vel, hvaða þýðingu þil- skipaútvegurinn gat haft og myndi hafa fyrir land og þjóð. Með auknum sjávarafla myndi verzlunin aukast. Aukinni verzlun fylgdu hagkvæmari verzlunarkjör, bættar samgöngur. Framför útvegsins myndi því leiða til hagsældar í öllum starfsgreinum þjóðarinnar, líka í landbúnaði. Allt átti þetta frarn að koma, að vísu seinna en Guðmundur mun hafa vænzt og með öðrum lrætti. Braut hinna mestu framfara er ekki ávallt greið og auð- gengin. Og áður en nokkurn varir, eftir 100 ár eða svo, eru menn farnir að tala um togara, minnast varla lengur á þil- skip. Skútuöldin er liðin. En hvað urn það. Hundrað ára saga þilskipaútvegsins verður jafnan talin stórmerkur þáttur í atvinnu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.