Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1953, Side 36

Andvari - 01.01.1953, Side 36
32 Þorkell Jóhannesson ANDVARI Um 1790 komu til þessarar sögu tveir íslenzkir kaupmenn, Ólafur Thorlacius á Bíldudal og Bjami Sigurðsson í Hafnarfirði. Urðu þeir brautryðjendur þilskipaútvegs, sinn í hvomm lands- hluta. Síðan bætast fleiri í hópinn, Guðmundur Scheving í Flatey, og því næst nokkrir útvegsbændur á SuÖurnesjum. Bjami Sigurðsson lét fyrstur manna á þessum árurn smíða þilskip hér á landi, en síðar fóru fleiri að hans dæmi. En þótt reynslan sýndi, að þilskipaútvegurinn væri arðvænlegur, er rétt var á haldið og heppnin með í förum, var hann sarnt ekki allra meÖfæri. Alfært fiskiskip kostaði 3—4 þús. rd., og alltaf vofði sú hætta yfir, að skipin brotnuðu eða fæmst með öllu, en um vátryggingu slíkra skipa var trauðlega að ræða. Til þess að ráðast í að gera út þil- skip þurfti því allmikið fjármagn og áræði, sem því fylgir, að vita sig hafa ráð á að hætta nokkru til. Það var því eðlilegt, að það kæmi í hlut hinna fyrstu íslenzlui kaupmanna að brjóta ís- inn fyrir stórútgerð þessa. Hins vegar er dæmi útvegsbændanna á Suðumesjum vottur þess, að atvinnukjör fóm batnandi í land- inu, einkum á þeim slóðurn, þar sem naut sjávargagns og sam- keppni gætti í verzlun, þeirra Guðmundar Ingimundarsonar í Breiðholti, Ara Jónssonar í Njarðvík, Jóns Daníelssonar í Stóru- vogum og Jóns Sighvatssonar í Höskuldarkoti. En hvergi á öllu landinu mun bmgðið hafa jafn vel og skjótlega til batnaÖar í viðskiptamálum eins og við sunnanverðan Faxaflóa, úr því fn- höndlunin hófst. Lltvegsbændur um þær slóðir sýndu líka fljótt, að þá skorti hvorki framtak né áræði, er þeir l’undu að þeir máttu sín nokkurs. Hitt er svo annaÖ mál, að ekki eru allar ferðir til fjár, þótt famar séu, og öllum má ljóst vera, hvílíkir örðugleikar hlutu að verða á vegi frumherja þessara, er spila urðu algerlega á eigin spýtur og skorti reynslu og svo flest það, sem á vorum dögum er talið undirstaða allra siglinga og sjósóknar á djúpmið, þar á meðal nothæf sjókort, vita- og hafnarmannvirki. Slíkt rnyndi nú á dögum kallað óðs manns æði. Þessir menn voru samt full- komlega með sjálfum sér. En þeir voru brautryðjendur, og braut-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.