Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1953, Side 80

Andvari - 01.01.1953, Side 80
76 Böðvar Jónsson ANDVAHI eða súpu nær alls staðar, en annars var kjöt ekki borðað nema á jólurn og nýári. Þá daga var kjötsúpa að morgni en hangikjöt að kveldi. Ur því dró fram um miðjan vetur var kjöt víðast þrotið, nema á beztu heimilum, en flestir lumuðu sarnt á kjöt- bita til hátíðabrigða á páskum. Svona lítið kjöt var eingöngu hér við sjóinn. í sveitum var mildu rneira um það og kem ég að því síðar. í sjóplássum lifðu menn því að rnestu á fiski, garðávöxtum og kornmat. Feitmeti var nóg, lifur og lýsi. Kaffi var oftast drukkið mjólkurlaust. Sætt kaffi aðeins á stórhátíðum, einu sinni á dag, vanalega á morgnana, venjulega með lunnnum eða pönnukökum, að sjálfsögðu misjafnlega ríflega úti látið, eftir efnum og örlæti húsbænda. Þá var kaffi gert sætt með púður- sykri eða sírópi. Síróp var líka haft með lummum og þótti bara betra. I jólagrautinn reyndu menn að hafa mjólk, einkum þeir, sem í þurrabúð sátu. Þeir keyptu eða sníktu mjólkina hjá hin- urn. Svona liðu jól og nýár, án allrar vanalegrar búsáhyggju, nema flestir fengu líka brennivín og það allflestir um of á há- tíðum, þó þar væri margar heiðarlegar undantekningar, sem betur fór. Venjan var sú, að húsbóndi hver varð að fá hjá kaupmanni sínum brennivín á kútinn fyrir jól, og að auki gaf kaupmaður- inn vín nær öllum bændum, sem skiptu við hann að staðaldri. Sú víngjöf fór eftir efnum og vinfengi við kaupmanninn og rnátti nokkuð af slíku sjá, hversu mikils hann mat manninn. Var sá mælikvarði 1 flaska af rommi eða koníaki, stundum sín flaskan af hvorri tegund. Fyrir kom, að kaupmenn gáfu líka a eina flösku fyrir jólin þeim vinnumönnum, sem eyddu sínu vesæla árskaupi í tóbak og brennivín hjá þeim sama kaupmanm- Fátítt var, að manni væri neitað um brennivín á flösku fyrh jólin, eða aðrar stórhátíðir, þó skuldugur væri fyrir. Annars virðist mér, að brennivín, mannkærleiki og hátíð væri oftast ein þrenning, helzt allt saman í einni lest og kærleikskeðju. Svona liðu vanalega hátíðirnar í friði og gleði hjá flestum, sem heil- brigðir voru. Oft var þá líka mikið spilað á helgum og hátíðum-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.