Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1953, Side 44

Andvari - 01.01.1953, Side 44
40 Þorkell Jóhannesson ANDVARI ljós meginþætti í þróun sjávarútvegsins hér á landi á fyrra hluta 19. aldar. Af því má ljóst vera, að útvegurinn færist í aukana og framleiðslumagn hans fer vaxandi úr því líður fram um 1820, enda er þá komin þolanleg skipan á fjármál ríkisins og peninga- gengi. Á skortir að gera grein fyrir því, að hve miklu leyti þessi efling útvegsins átti rætur að rekja til batnandi verðlags. Þeirri spurningu er ekki auðvelt að svara. í fyrsta lagi eru engar skýrslur fyrir hendi um verðlag á innlendum vörum frá þessurn tíma, sem treysta má, og ekki fyrr en dregur fram um miðja öldina. Víst er, að verðlag hjá kaupmönnum var löngum mishátt, enda var varan sjálfsagt misjafnlega verðmæt, sem lengi vildi við brenna. Yfirleitt munu kaupmenn á þessum tíma hafa verið gjarnir á að gefa ekki öllu hærra fyrir gjaldvöruna en þeir gátu búizt við að selja hana ytra, en gömul reynsla benti til þess, að vænta mátti sölutregðu og verðfalls, ef framboð var af einhverjum ástæðum með meira móti. Þó má ætla, að í sumum stöðum, t. d. við Faxa- flóa, þar sem samkeppni gætti til muna, hafi verðlag stundum verið í hærra lagi hjá kaupmönnum, sem lögðu kapp á að ná í viðskipti. Athugun á upplýsingum um verðlag á íslenzkum vör- urn í Kaupmannahöfn á árunum 1829—32, 1840—44 og 1849— 52 bendir til þess, að verð á lýsi hafi verið nokkuð stöðugt, hæsta verð um 27 rd. tn. Harðfiskur hækkar allmikið í verði 1840— 1844, er þá um 25 rd. skpd. en 14—16 rd. 1829—32 og í líku verði 1849—52. Saltfiskur er hins vegar í öllu lægra verði 1849— 52 en 1829—32 og 1840—44. Veldur vaxandi framboð eflaust allmiklu um þetta. Mætti af þessu ætla, að verðlag á sjávarvöru á kauprein innanlands hafi á þessu tímabili verið nokkuð mis- jafnt og í heild sinni sízt farið hækkandi, heldur staðið nokkuð í stað. Þess ber hins vegar að gæta, að sjávarvara var jafnan ör- uggur gjaldeyrir, en við vaxandi aðflutninga og aukin viðskipti við útlönd var seint nóg fyrir hendi af gjaldvörunni. Var þetta eitt fyrir sig nóg ástæða til þess að menn stunduðu sjóinn af kappi og yki útgerð sína svo sem föng leyfðu. Þess var fyrr getið, að á fyrra hluta 19. aldar lifði rúmlega

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.