Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 65
ANDVARI
Milli Beruvíkurhrauns og Ennis
61
þýðingu fyrir kirkjuna vestur á Snæfellsnesi. Munkar á Helga-
felli leggja í stórfelld jarðakaup vegna skreiðarinnar, til þess að geta
ávaxtað sitt pund sem örast og bezt, en bændur reisa kirkju.
Maríukirkja á Saxhóli var vel búin að gripum á 14. öld. Hún
á þá Maríulíkneski, sæmilegan kross, veggtjöld umhverfis sig
alla, 2 klukkur, 2 altarisklæði og 2 dúka, kórkápu og slopp, reyk-
elsisker og helgifána, messuþvottaskál og lespúlt. Ennfremur á
hún 5 kýr, 1 ásauðarkúgildi og hundraðshest.60) I máldögum
Saxhóls er það eftirtektarvert, að kirkjan er talin eiga 20 hundruð
í heimalandi, en Jarðabókin telur jörðina vera 24 hundruð að
stærð til tíundar.01) Þegar Saxhóll er seldur Helgafellsklaustri
árið 1377 fyrir Vatnsholt, sem er talið 24 hundruð að dýrleika,
eru greidd í milli ein 25 hundruð í lausafé og fríðu að auki.62)
Það er því bersýnilegt, að Jarðabókin telur einvörðungu kaupa-
hlutann í jörðinni. Er það nokkuð skringilegt, þar sem kirkjan
hafði þá verið niðurlögð fyrir tæpri hálfri annarri öld. Heimaprest-
ur átti að vera á Saxhóli og tók hann venjulegt kaup, fjórar merkur,
auk smátolla. Llm Saxhólssókn hefur þegar verið rætt. Kirkja þessi
var aftekin með sóknaskipun Páls Stígssonar árið 1563.63)
Auk þessara tveggja sóknarkirkna var til forna bænhús að
Ondverðarnesi. Voru því gefin 3 kúgildi árið 1500 í testamentis-
hréfi síra Sigurðar beigalda Jónssonar í Hítardal, og virðist Stefán
Jónsson biskup hafa sett ævinlega bænhússkyld þar samkvæmt
þeirri testamentisgjöf. Áttu að syngjast þar 12 messur en gjald-
ast hálf mörk presti í kaup.04) Bænhús þetta var aftekið með
sóknaskipun Páls Stígssonar árið 1563. í Jarðabókinni segir urn
bænhús þetta á þessa lund: „Hér segja rnenn bænhús hafi til
íorna verið, og sjást nú litlar leifar grundvallarins. Elér eru og
ornefni Bænhússbakki og Bænhússboði. Enginn minnist, að bæn-
hús þetta hafi uppi verið.<<05)
Bréf Páls Stíg ssonar höfuðsmanns urn sóknaskipun á Snæ-
lellsnesi frá hinum 27. sept. árið 1563 gjörir allróttækar breyt-
mgar víða. Á utanverðu Snæfellsnesi varð Fróðárkirkja alkirkja,
en halfkirkjan að Mávahlíð var lögð niður og sóknin lögð til