Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 35
ANDVARI
31
Á mótum gamals tíma og nýs
Vafalaust var hér rétt á litið, og ekkert er trúlegra en að stjórn-
inni hefði tekizt að vinna hug á öllum erfiðleikum og koma þil-
skipaútgerð hér við land örugglega á réttan kjöl svo sem hundrað
árum fyrr en raun varð á, ef hún hefði fylgt nokkru fastara eftir,
haldið nokkru lengur út og lagt meiri stund á að kenna íslenzk-
um mönnum að fara með stórskip, stýra þeim og vinna á þeim,
og gera þeim kleift að eignast þau og annast. Slíkt varð auðvitað
ekki í skjótu bragði gert. Dani skorti ekki góða siglingamenn, en
hvernig sem á því stendur, hafa þeim sjaldan heppnazt vel fisk-
veiðar hér við land. Um íslendinga var þessu öfugt farið. Þeir
voru fiskimenn góðir, en kunnu alls ekki til stjómar á stórskip-
um, og svo er að sjá, sem þeir hafi verið ófúsir til að ráða sig á
þilskip konungsverzlunarinnar, meðan þess var kostur, enda óvanir
að sæta þeirri meðferð, sem erlendir skipstjórnarmenn töldu á
þessum tímum sjálfsagt og nauðsynlegt að beita við skipshafnir
sínar. Útgerð konungsverzlunarinnar stóð rúman áratug, 1776—
1787. Stunduðu veiðamar 10 skip á ári, er fæst var, en 42 skip,
er bezt gerði. Höfuðútgerðarstöðin var í Hafnarfirði. Má af þessu
táða, að forráðamenn konungsverzlunarinnar litu stórt á við-
fangsefni sitt og höfðu trú á því, að hér væri til nokkurs að vinna.
hví miður féll útgerð þessi niður 1788, er konungsverzlunin var
lögð niður. Stjómin reyndi að vísu að laða kaupmenn til þess að
halda þilskipaveiðum áfram með lyrirheiti um verðlaun, 10 rd.
á lest hverja í skipi, er haldið væri út sumarlangt til fiskveiða, en
slíkt har lítinn árangur. Kaupmenn munu yfirleitt hafa litið svo
a> að hér væri til lítils hagnaðar að slægjast, enda væri reynslan
sú af konungsútgerðinni. Langflestir fríhöndlunarkaupmennirnir
voru danskir, og saga sjávarútvegsins hér við land upp héðan
sýnir nógu Ijóslega, að lítillar forgöngu var að vænta úr hópi
danskra kaupmanna um þessi efni. Fáeinar undantekningar, svo
sem Henckel kaupmaður á Þingeyri og H. A. Clausen í Ólafs-
yík, staðfesta aðeins þessa meginreglu. Hér urðu innlendir kaup-
nienn að ríða á vaðið, enda naumast um aðra menn að ræða í
landinu, er ráð ætti á fjármagni, sem hér heyrði til.
3