Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 88
84
H. H.
ANDVARI
vonlegt er, „sumra svo seint á stundum", eins og skáldið kvað,
en þetta mætti milda, draga sviðann úr þessari tilfinningu með
því að gera sér ljóst, að vor er á íslandi síðari liluti vetrar, en
ekki fyrri hluti sumars eins og á meginlöndunum, og haustið
síðari hluti sumars, en ekki fyrri hluti vetrar. Geti menn öðlazt
þennan skilning og samið sig að honum, verða menn síður
fyrir vonbrigðum af sumrinu. Þá munu þeir reyna, að sumar-
veður kemur með sumri, þó að mishlýtt geti verið auðvitað. Þá
munu menn hætta því, sem mörgum verður nú, að heimta
sumarveður áður en sumar er komið, en það er ekki annað en
vitleysa eins og jafnan, er menn heimta það, sem engin tök
eru á að láta í té.
Það, sem hér hefir nú verið rætt um nokkuð um hríð, er,
ef svo mætti segja, hin andlega hlið landkosta á íslandi. Hin
efnalega hlið er ekki síðri, eins og áður hefir verið vikið að
nokkuð. Gróðrarmold góðs jarðvegar er eigi að eins næg til í
landinu handa þúsundum manna og aftur þúsundum til afnota,
heldur einnig vel hæf til þess að rækta af margs konar fóður-
jurtir handa hvers konar búpeningi: nautgripum, sauðfénaði,
geitfé, hrossum og svínurn, og alifuglum: hænsnum, gæsum og
öndum, til matvælaframleiðslu, og matjurtir ýmiss konar handa
fólki að nærast á: hafra í grauta, bygg í bjór, rúg og jafnvel
hveiti í brauð, baunir, jarðepli, rófur og kál og kryddjurtir 1
súpur og sufl og enn fremur mjög sennilega ávexti og ber 1
mauk og vín, ef menn leggja við gróðrarmagnið rétta rækt og
geta neitað sér um þá ofrausn að svíða gróðurinn aftur af mcð
eitri. Þá munu líka birtast duldir landkostir. Þess er að gæta,
að gróður verður eðlilega meira „aukinn jarðarmagni", kjambetri,
í svölu loftslagi en heitu vegna áleitni af andstæðingi hans, kuld-
anum, er stælir lífsorkuna samkvæmt því lögmáli alls vaxtar, að
örðugleikar að tilteknu marki efla krafta hans. Á hinn bóginn
eru lækir og ár og vötn og firðir og flóar og straumar hafs allt
fullt af fiski af fjölda tegunda, sem gaman er að veiða og eru
afhragð til átu, ef réttilega eru verkaðar og reiddar til matar,