Andvari - 01.01.1953, Side 82
78
Böðvar Jónsson
ANDVARI
duggarapeysur. Enn fremur voru heimaunnir allir sjóvettlingar,
sem við karlmennirnir rerum með, og af þeim þurfti mikið.
Heita mátti, að kvenfólkinu félli aldrei verk úr hendi, því auk
allrar daglegrar vinnu höfðu þær með höndum öll þjónustubrögð,
en oft þurfti að þvo og þurrka föt, er menn komu blautir og
hraktir af sjónum.
A vetrarvertíð var mannflest við sjóinn. Þá komu menn víðs-
vegar að til róðra. Voru það mest vinnumenn, en líka bændur
og búleysingjar. Var og mest upp úr þessum tíma að hafa. Sá
fiskur, sem þá aflaðist, hvort heldur á línu eða í net, var að
kalla mát'tí allt þorskur. Hann var fyrst lengi hertur eða salt-
aður. Sumt var verkað sem verzlunarvara, en hitt flutt í nær-
liggjandi sveitir og haft til matar. Var það holl og góð fæða.
Margir voru þeir menn úr sveitum, sem hirtu vel og hagnýttu
allt af fiskinum, verkuðu og fluttu heim í hú sitt, svo sem lýsi,
sem þeir bræddu sjálfir, það bezta haft til matar en hið lakara
til Ijósa. Eins voru hrognin söltuð og flutt heim, svo og sund-
magi og kútmagi. Ekki voru allir jafnnatnir að hirða þetta og
gera mat úr því. Til þess þurfti iðni og nýtni, svo sem að
fleygja engu af þessu, þegar gert var að fiskinum, og svo þegar
landlega var, að verka sundmaga og kútmaga, rista upp, skafa
og hreinsa. Og svo þegar þurrkur var, að breiða þetta á steina
utan í görðurn, þar sem það þornaði, og tína það svo sanran,
draga upp á band, í kippur. Var þetta svo flutt heim á vorin.
Fæði vermanna, en svo voru þeir nefndir, sem úr sveitum
komu til róðra á vertíð, var soðinn fiskur, hrognkelsi, brauð,
smjör, kæfa og kaffi. í kæfu höfðu vermenn einn sauðarskrokk.
Auk þess höfðu þeir 4 fjórðunga smjörs. Þetta var venjulegt um
menn úr Dalasýslu, Borgarfirði, Kjósarsýslu og Árnessýslu. Aftur
fluttu fáir að norðan nokkuð til matar sér, heldur tóku þe'r
vanalega að láni hjá kaupmanninum allar sínar nauðsynjar, svo
sem brauð, smjör, kæfu, kaffi, svo og veiðarfæri, salt og yfirleitt
allt, ætt og óætt, sem hafa þurfti á vertíðinni. Svo lögðu þeir
inn á móti þessu afla sinn, sem oft var nógur til að borga kostn-