Andvari - 01.01.1942, Qupperneq 38
34
Júlíus Sigurjónsson
ANDVAHI
og raunar er fitan einnig rífleg, en kolvetnin þá að sama skapi
minni. Eggjahvítan er þýðingarmest þessara þriggja næringar-
efna og það eina, sein hætta getur verið á, að verði of lítil í
venjulegu fæði, sem annars er nóg að vöxtunum. Er talið, að
ekki megi vera öllu minna en 70 gr. af eggjahvítu (og þar af
talsverður hluti úr dýraríkinu) í dagsfæði, til þess að ekki sé
þar teflt á tæpasta vaðið. Eggjahvíturíkar fæðutegundir eru
yfirleitt dýrari en hinar, og vill það því oft brenna við í borg-
um utanlands, að eggjalivítan verði of knöpp í fæði fátækara
fólksins. Meðal almennings í nágrannalöndunum er hluti
eggjahvítunnar venjulega ekki meiri en um 10—12% af orku-
gildi allrar fæðunnar, eða sem svarar 73—88 gr. miðað við
3 000 hitaeiningar, og þykir mjög gott, ef hún kemst upp í
100 gr. í Danmörku var hluti eggjahvítunnar t. d. um 11% bæði
í kaupstöðum og sveitum skv. áður nefndum rannsóknum, og
í Englandi rúmlega 10%. En hér er hún um 18—19% af fæðu-
gildinu, eða 131—140 gr. að meðalt. miðað við 3 000 hitaein.
Fiskneyzlan hér á landi á mikinn þátt í því, hve eggja-
hvíturíkt fæðið er, einkum í kaupstöðunum, og í sveitunum
munar mikið um mjólkina (skyr). Sumum kann að þykja
nóg um þetta mikla eggjahvítuát okkar, en engin ástæða er til
þess að amast við því; ekki nema gott til þess að vita, að við
þurfum ekki að óttast eggjahvítuskort.
Venjulega er reiknað með, að um 50—60% fæðugildisins
fáist úr kolvetnunum (mest úr kornmat), en hér er það aðeins
um 40—45% að meðaltali og minna í sveitum en kaupstöð-
unum.
I töflu 2 er sundurliðað neyzlumagn nokkurra helztu fæðu-
l'lokkanna. Til frekari skýringar skal bent á, að með mjólkur-
mat er talið, auk mjólkur, smjör, ostar, skyr og rjómi, og er
reiknað út samanlagt fæðugildið í hitaeiningum. Kornmatur
er reiknaður á sama hátt, þar með talið brauð. Hér er þó þess
að gæta, að ekki er með talið það mjöl, sem farið hefur í slát-
ur, en aftur á móti er kaffibrauð talið með eins og allt nær-
ingargildi þess væri úr kornmat, sem þó ekki er, þar eð alltaf
er meira eða minna í því af sykri og feiti. Með kjöti er talið