Andvari - 01.01.1942, Síða 88
84
Sigurjón Jónsson
ANDVARI
þar, er haldinn var í því skyni að finna leið til þess að ráða
Alexander af dögum, er hann hugðist að herja á annan heim
(hls. 145—148). Allt hefur þetta vafalaust þótt mikill fróð-
leikur og skemmtilegur á sínum tíma, og að vísu má líta svo
á, að þar séu sums staðar sögð sígild sannindi ú táknrænan
hátt, t. d. sumt í lýsingunni á „drósum þeim“, er „úti fyrir
helvítis dyrum og utan undir borgarveggjunum byggja og
yfrið vald hafa hér á jarðríki, þó að þær sé þar (o: í lielvíti)
óðalbornar“. En yfirleitt er efni sögunnar á þá leið, er svo
mjög liggur í aðra átt en þekking manna og hugsunarháttur
nú á dögum, að fæstum mundi þykja það svara kostnaði að
eyða tíma til að lesa hana, ef ekki væri sá snilldarbragur á
málinu og stílnum, sem raun ber vitni.
En að vísu ber það hvorki vott um þroskaðan málsmekk né
vit á nýju máli eða gömlu að ætla það, að af því að réttilega
má telja Alexanders sögu meðal sígildra rita vorra frá máls-
ins hlið, sé óhætt að taka úr henni greindarlaust og smella inn
í nútímamál livaða orði eða orðalagi, sem þar kemur fyrir.
Því fer fjarri. Þar eru orð tugum saman, sem ýmist eru nú
úrelt með öllu eða orðin hafa breytt merkingu eða kyni og
beygingu, Líka eru þar stöku talshættir, sem nú eru úreltir
að mestu, t. d. leggja allan lófa við — leggja allt kapp á (bls.
143), eða öllu, t. d. maka með nokkurri venju = temja
(góða) siðu (maka eiginl. sama og að gera löðrandi, nú
aldrei sagt „að maka með“ e-u, heldur „að maka í“ e-u, — bls.
114. Til dæmis um orð, sem hafa breytt kyni og beygingu, má
nefna: frest, kvk., nú frestur, kk., herfangur, kk„ nú her-
fang, hvk., kvíða, kvk., nú kvíði, kk. Breytt hafa merkingu
að meira eða minna leyti eða lagzt niður í venjulegu máli
m. a.: at tvoru = samt sem áður, berkja = raupa, hælast um,
gæzka = (gagnlegur) farangur, kenna = þakka; nú þýðir
kenna aldrei að þakka það, sem betur þykir orðið, heldur að
gefa sök á þvi, sem miður fer. Þessi orð og ýmis önnur, er
sama má segja um, ætla ég að séu af norrænum stofni, en
nokkur eru tökuorð ijr erlendum tungum, sem ekki hafa hald-
izt í málinu. Svo sein alkunnugt er, var á fyrstu öldum kristn-