Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 9

Andvari - 01.01.1947, Page 9
ANDVARI Stephan G. Stephansson 5 fótgangandi. Betlaði um vinnu bæ frá bæ, þar sem ég vissi hennar von, unz hún fékkst. Vann fyrir sama kanpi eins og meðal-verkamenn innlendir, nálægt $ 18.00 fyrir sveita- og skógar-vinnu, frá einum dollar á dag og ofan til 50 centa í hlaupávinnu. Vinnutími vanalega þá „myrkranna milli“. í Wisconsin kvongaðist ég, 28. ágúst 1878, Helgu Sigríði, fæddri að Mjóadal í Bárðardal, 3. júlí 1859, dóttur Jóns bónda Jóns- sonar og Sigurbjargar föðursystur minnar. Hún á einn bróður, Jón Jónsson, bónda við Garðar, Norður-Dakota. Hann sat þing þess fylkis um eitt skeið/Eigur mínar voru þá, að nafninu, liðugar 160 ekrur afhöggvins furuskógar, krök-settar stór- stofnum og sendnar. 12 ekrur hafði ég hreinsað, að mestu. All-gott ibúðarhús, eftir því sem þar tíðkaðist, og 3 eða 4 nautgripir, og „giftingar-tollinn" í peningum, sem séra Páll Þorláksson vildi ekki þiggja, bæði af því, að honum var vel til min, og svo hins, hann bað mig „að leyfa sér að gera fyrir ekkert „fyrsta prestverkið“, sem hann gerði fyrir íslendinga“. Börn okkar Helgu eru: Baldur, nú 43 ára. Bóndi. Býr hér á næstu jörð. Kvongaður. Börnin 6. — Guðmundur, 41 árs. Kaupmaður á Markerville. Kvongaður, á 8 börn. — Jón, dó á fjórða ári, 1878, i Dakota. — Jakob Kristinn, 36 ára. Ókvong- aður. Á mínu heimili. — Stefaný Guðbjörg og Jóný Sigur- Fjörg, tvíburar, 33 [ára], giflar bændakonur, og búa hér í grenndinni. Stefaný á einn dreng barna. — Rósa Sigurlaug, 22 ára, ógift, á minu heimili, yngst. — Gest misstum við, 16 ára gamlan, árið 1909. Hné við að snerta girðingarvír, rafhlað- inn eftir regnskúr. — Krakltarnir verða að fylgja hér með bú- staða-skiptunum, því Baldur fæddist á heimili okkar í Wiscon- sin, Guðmundur, Jón og Jakob á heimili okkar i Dakota, en telpurnar allar og Gestur hér. Frá Wisconsin til Garðar í Norður-Dakota fluttumst við næst. Þá var ég 25 ára. Fyrsta sumarið, sem ég var þar „vest- lingur“, vann ég við járnbrautar-verk og þreskingu. Árin á eftir baslaði ég við búskap, meðan ég dvaldi í Dakota. Hingað fluttumst við, þegar ég var 35 ára. Móðir mín var með mér,

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.