Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 15

Andvari - 01.01.1947, Page 15
ANDVAHI Stephan G. Stephansson 11 Ég man það eitt, að þvert ofan í alla aðra fannst niér meira um Bjarna en Jónas. Stjórnmál. Meðan ég var í Wisconsin, greiddi ég víst „Re- publikum" atkvæði. Sá stjórnmálaflokkur hélt sér þá uppi meðal alþýðu á orðstír Lincolns forseta og sínum eigin, frá þrælastríðinu. 1 Dakota fjdgdi ég „Demokrötum". Sá flokkur lofaði þá lækkun á innlendri tollvernd. í Canada lagði ég lag við „Liberala". Þeir hétu frjálsari verzlun, t. d. við Banda- rikin, og reyndu til að smeygja fram af sér hernaðarhlekkj- um við England, t. d. Laurier. Síðan „Progressive“- eða bændaflokkurinn hófst hér nýlega, hef ég aðhyllzt hann. Hitt hýKíí ég. að iðnbræðralag — „classpolitik“, „bolshevisme“ -— verði næsta stig, helzt um allan heim, og að það, með vaxandi skilningi, leiði til samvinnu frá samkeppni, manna milli, því sérhver „stétt“ finnur sjálf bezt, livar sinn skór kreppir að, °g getur valið vegi til úrbóta, án þess réttur hluti hinna „stétt- anna“ sé fyrir borð borinn, sé vilji og skynsemi látin ráða, en ekki atkvæða-magn, þó sumar „stéttir“ þurfi alveg að af- nema, t. d. hermannanna. „Lýðræði“, sem er hreint og beint, hefur þann kost yfir annað fyrirkomulag, að það er eins konar >.alþýðuskóli“ mannanna í að búa saman sem sanngjarnast °g hagfelldast. Gerir, auðvitað, glappaskot, og þau kannske grimmileg, en getur ekki slengt skuldinni af sér á „æðri völd“. Verður sjálft að duga eða drepast á eigin ábyrgð. Sveita-störf. Á ýmsum stöðum, sem ég hef dvalið á, hef ég lekið ofurlítinn þátt í sveitamálum, meðan ekkert skipulag Var á þau komið. Skirrzt við að neita því með öllu, ef ske kynni, að ég gæti orðið til gagns. Hef um tíma verið í sveita- sljórn („Supervisor", ,,Councillor“), sveitadómari („Justice °i Peace“), vitnisburðarvottur („Commissioner of Oaths“), skólahéraðs-ritari („Secretary of School“) og í sjö til átta ár mtari og féhirðir hlutafélagsins íslenzka i smjörgerðinni hér ú Markerville („The Tindastoll Butter and Cheese Manufac- toring Co.“). En við allt þess konar hef ég losað mig eða afsagt, ems fljótt og mér fannst ég við koma, enda urðu þá aðrir til, er frá leið og laun urðu í boði, því oft gerði ég slikt fyrir ekk-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.