Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 38

Andvari - 01.01.1947, Page 38
34 Þorsteinn Þorsteinsson ANDVARl að manntalið 1703 væri harla fátæklegt í samanburði við nú- tímamanntöiin, en fyrirferðin er þar harla lélegur mælikvarði. Það voru ekki til nein prentuð eyðublöð þá til þess að útfylla, svo að hver hafði sinn liátt á því, sem honum sýndist, hvernig skýrslan var skrifuð. Manntalið úr hverjum hreppi er venju- iega aðeins á örfáum smáörkum, afarþétt skrifað og stundum með bundnu letri og skammstöfunum. Er það ljós vottur þess, hve pappír hefur verið afarmikið sparaður í þá daga, enda segir svo í Grímsstaðaannál, er skýrt hefur verið frá fyrir- skipunum nefndarmanna um manntalið, þar sem uppskrifaðir skyldu meðal annars „húsgangskarlar og kerlingar, saint ogsvo landhlauparar og þjófar“, enn fremur um uppskrift á jörðum og öllum kvikfénaði, „þá var pappír dýr í sveitum víða, er öllu þessu var aflokið*1.1) En á þessum litlu blaðsneplum er hver maður á landinu tilgreindur með nafni og aldri og stöðu sinni á heimilinu, ásamt nokkrum öðrum nánari upplýsingum. Það er ekki fyrr en á 19. öld, að það fer að tíðkast að taka mann- töl með nöfnum ibúanna, og flest manntöl á 18. öldinni voru með öllu nafnalaus, eða þá aðeins tilgreint nafn húsbónda, en annað heimilisfólk aðeins með tölu. Það má því segja, að manntalið 1703 hafi verið langt á undan sínum tima, og sumir telja jafnvel, að það hafi verið hið fyrsta manntal af slíku tagi. Það mun þó vera of langt gengið, því að í nýlendunni Nýja Frakklandi i Kanada var á ákveðnum degi árið 1666 tekið manntal með tilgreindum nöfnum allra íbúanna ásamt aldri, kynferði, hjúskaparstétt og atvinnu.2) Nýlenda þessi var þá undir stjórn Frakldands, og er talið, að hugmyndin um manntalið sé runnin frá Colbert, fjármálaráðherra Loð- víks 14. Árið 1666 voru ekki í nýlendunni nema 3215 manns eða eins og í vænni sýslu á íslandi 1703, svo að manntal þetta hefur ekki verið neitt viðlikt því eins mikið fyrirtæki eins og íslenzka manntalið 1703, en var hins vegar endurtekið marg- sinnis, alls 36 sinnum fram til 1739 eða að jafnaði annað hvert 1) Annálar III 522—3. 2) Census of Canada 1931, Vol. I i>. 32.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.