Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 52

Andvari - 01.01.1947, Page 52
48 Þorsteinn Þorsteinsson ANDVARI um meðtöldum) var meðaltalið hærra, en aftur á móti lægra í öllum sýslum frá Mýrasýslu norður um land til Þingeyjar- sýslu, og munurinn var svo mikill, að meir en helmingi minna var um niðursetninga í vestur- og norðursýslunum heldur en í austur- og suðursýslunum, svo sem sjá má í eftirfarandi yfirliti. Niðursetningar Mannfjöldi Mýrasýsla—Þingeyjarsýsla ............ 2409 27538 8.7 % Múlasýsla—Borgarfjarðarsýsla ........ 4380 22820 19.2 — Alls 0789 50358 13.5 % Tiltölulega mest hefur verið um niðursetninga í miðhluta Múlasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, 23x/2% í hvorri eða hátt upp í y4 íbúanna, og þar næst i Austur-Skaftafellssýslu, 21%. Það var tiltölulega minna um niðursetninga í öllum sýslunum vestanlands (Hnappadalssýslu—Norður-ísafjarðarsýslu) held- ur en í norðursýslunum. Minnst var um niðursetninga í Norð- ur-ísafjarðarsýslu, aðeins 3% af íbúunum. í 4 hreppum voru engir niðursetningar (Auðkúluhreppi í ísafjarðarsýslu, Tré- kyllisvílc í Strandasýslu, Þorkelshólshreppi í Húnavatnssýslu og Grímsey) og í 15 hreppum var tala niðursetninga lægri en 5%, og voru þeir allir vestan- og norðanlands (frá Hnappa- dalssýslu til Þingeyjarsýslu). Hins vegar var tala niðursetn- inga hærri en 20% í 20 hreppum, öllum á austur- og suður- landi. Hæst var hún í Mjóafjarðarhreppi, 33% eða þriðjungur af íbúatölunni, þar næst í Suðursveit í Skaftafellssýslu og Vallahreppi í Múlasýslu, 27%, og í Fljótsdalshreppi og Kleifa- hreppi í Skaftafellssýslu, 26%. í þessum 5 lireppum var þannig meir en y4 af íbúunum niðursetningar. Helmingur niðursetninganna hefur verið innan við tví- tugsaldur, þriðjungurinn milli tvítugs og sextugs, en aðeins Vi yfir sextugt. Það er annars eklci ófróðlegt að athuga, hve niðursetningar eru mikill hluti af hverjum 5 ára aldursflokki. Sú skýrsla er þannig: 0— 5 ára ...... 4.5 % 55—59 ára ...... 15.5 % 5- 9 — ........ 18.2— 00—64 — ........ 22.0 —

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.