Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 56

Andvari - 01.01.1947, Page 56
52 Barði Guðmundsson ANDVARI fallið niður í bókinni „Á Njálsbúð“. Nafngiftir þessar eru stórmerkilegar og hvetja til nýrra rannsókna á Njálu. Skýtur þá skökku við, ef ekki má eitthvað af þeim læra. Að minnsta kosti má augljóst vera, að hugur höfundar hefur dvalið við atburði eigin samtíðar, er hann gaf stýrimönnum sínum nöfn. Nafnavalið er og í sjálfu sér ágætt og órækt dæmi uin efnis- meðferð hans og viðhorf til söguritunar, þá er hann samdi Njálu. Liggur nú beint við að athuga, hvað vitað er um stýri- mennina Kolbein svarta, Eyjólf auðga, Bárð Hallröðarson, Hall- varð gullskó og Ólaf af Steini. Kolbeins svarta hefur verið getið í riti, sem virðist aðallega hafa fjallað um bræðurna frá Valþjófsstöðum, Odd og Þor- varð Þórarinssonu. Stuttir þættir úr þvi finnast í Sturlungu. í einum þeirra er greint frá heimför Sæmundarsona, Filippusar og Haralds, haustið 1251. Þar er komizt þannig að orði: „Fóru þeir í skip með Kolbeini svarta og Skeggja hvíta og sigldu í haf og liöfðu langa útivist. Og drottinsdag fyrir Mikjálsmessu sigldu þeir austan fyrir Minþakseyri og svo vestur fyrir, og stóð Haraldur á búlkabrún og skipaði land. Hvessti þá svo veðrið sem á leið nóttina, og það veður gerði mánudag, svo að skipið leysir undir þeim. Hlupu menn þá í bát og týndust þeir allir.“ Annað er ekki kunnugt um hinn sannsögulega Kolbein svarta, sem fórst úti fyrir Skaftafells- sýslu mánudaginn 25. september 1251, og víkur nú sögunni að alnafna hans, Kolbeini svarta Njáluhöfundar. Þá er Kári Söhnundarson fór að eltast við brennuinenn í útlöndum, tók hann sér far með Kolbeini svarta. „Hann var orkneyskur maður og aldavinur Kára og var hinn vaskasti maður. Hann tók við Kára báðum höndum og kvað eilt skyldi yfir þá báða ganga.“ Þeir félagar létu út frá Eyrum og héldu til Friðareyjar. Þar tók á móti þeim maður að nafni Dáviðui' hvíti, sem einnig var hinn mesti vinur Kára. Voru þeir Kol- beinn svarti hjá honum um veturinn. Um vorið héldu „þe,r Kári og Kolbeinn og Dáviður hvíti til Hrosseyjar". Síðan sigldn félagarnir til Kataness „og fóru upp í Þrasvík til göfugs manns, er Skeggi hét, og voru með honum mjög lengi“. — „Kári Söl-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.