Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 64

Andvari - 01.01.1947, Page 64
60 Barði Guðmundsson ANDVABI bjó skip sitt snemmendis. Hallvarður fór út með þeim Kol- skeggi.“ Athugulum lesanda fær ekki dulizt, hvar í frásögn þessari höfundur vakni til veruleikans og draumunum ljúki. Það er þegar Hallvarður, sem ekkert áhugamál á í sögunni, nema að koma Gunnari utan til Hálconar jarls, spyr hann að nýju „ef hann vildi finna Hákon jarl“. Með djúpri undrun lesum við svar Gunnars. Hann lcveður „sér það vera nær skapi —- því að nú er ég að nokkru reyndur, en þá var ég að engu, er þú baðst þess.“ Því hver var reynsla Gunnars frá þeirri stundu talið, er hann neitaði í fyrstu að ráðast til jarlsins? Eintómt ineðlæti, óslitin sigurganga, aðdáun allra, allt upp til stór- konungsins í Danaveldi, sem setti Gunnar „hið næsta sér“, „gaf honum tignarklæði sín“ og bauð að fá honum „ríki mik- ið, ef hann vildi þar staðfestast“. Og öll þessi reynd nægði tæpt til þess, að Gunnar fjmdi sig fullhæfan til að hitta Há- kon jarl. Hann fer samt til jarlsins og hefði nú mátt búast við miklum tíðindum. En það skeður ekkert markvert, nema ef telja skyldi það tvennt, að Hallvarður fær nú ósk sína loks upp- fyllta og Gunnar leggur hug á frændkonu jarlsins. Hákon jarl tekur Gunnari vel, býður honum að vera með sér um veturinn, gefur honum fingurgull á jólum, og um vorið leyf- ist Gunnari, þótt lítt sé ært og útsigling litil, að taka á skip sitt mjöl og við, sem hann vill. Hér finnum við aftur sömu raunhæfnina eins og í inngangi utanfararsögunnar, er lýkur með fyrri spurningu Hallvarðs um það, hvort Gunnar vildi ráðast til jarls, og svarinu: „Eigi vil ég það.“ Um það verður ekki villzt, að upphafskafli utanfararsögu Gunnars er mótaður eftir minningum um viðskipti Þorvarðs Þórarinssonar og Hallvarðs gullskós. Stappar hér nærri hreinni stæling um rás viðburðanna. Má ætla, að liku máli gegni um lokaþátt hennar. Þorvarður kemur heim til íslands vetri eftir að hann gaf sig á vald Magnúsar konungs. Gunnar dvelur með Hákoni jarli einn vetur og heldur svo heim. Rúm tvö ár líða frá því að Þorvarður hét utanför sinni þar til hann i'ór á konungsfund. Tvö ár og vel það liggja einnig milli þeirr-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.