Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 70

Andvari - 01.01.1947, Page 70
66 Jónas Jónsson ANDVARl sem borið hafi af í andlegum efnum, verið mótaðir af sveita- störfum og andlegri vinnu. Öll sú menning, sem íslenzka þjóðin getur talið sína eign, er órjúfanlega tengd við Odda- stað, Haukadal og þúsund önnur minna þekkt sveitaheimili. Þessi einkenni íslenzkrar menningar eru mjög óvenjuleg. I þeim löndum, sem íslendingar gista nú á döguin, til náms eða á ferðalögum, er aðstaðan gagnólík. Þar er sjaklan um mikla andlega starfsemi að ræða í dreifbýli. í flestum öðrum löndum er það mál, sem sveitafólkið talar, fábrotið og fram- burður oft með áberandi lýtum. Brezk skáld, Bernhard Shaw, H. G. Wells og margir aðrir, hafa í gamansömum, en þó sann- sögulum skáldverkum, lýst hinum gífurlegu erfiðleikum sveita- manna og verkamanna í borgum stóru landanna við að nema orðaforða og tungutak hins bókmenntaða hluta borgarbúanna. Sérkennileiki þessara mála hér á landi er svo furðulegur, að með þéttbýlismyndun síðari áratuga hefur orðið vart við átakanleg málsspjöll, þar sem mest gætir margmennis áhrifa. í hinu unga íslenzka þéttbýli er byrjað að gæta þeirrar and- legu hnignunar, sem hefur einkennt erlent öreigalif Allmörg ungmenni í þéttbýlinu islenzka tala nú hrognamál („slang“)> hafa lítið vald yfir orðaforða tungunnar og bera móðurmálið fram með átakanlegum vanmáttarmerkjum. Hér er um að ræða stórfellt hnignunarfyrirbrigði, sem ekki hefur verið veitt nægileg eftirtekt fram að þessu. Hér er um að ræða upphaf á úrkynjun, sem getur leitt til þess, að íslendingar hætti að geta talizt sjálfstæð menningarþjóð. Stóru og ríku þjóðirnar geta, ef til vill, staðizt þá þrekraun að hafa mikið af andlegu undirmálsfólki meðal borgaranna. En íslendingar eru of fáif til að geta staðið einir og óstuddir meðal þjóðanna, ef þeir glata þeirri andlegu ræktun og manngöfgi, sem hcfur einkennt landsfólkið í meira en þúsund ár. Áður en lengra er farið í þessu efni, þykir hlýða að gera stutt yfirlit um það, hversu háttað hefur verið uppvexti og æskuáhrifum nokkurra andans manna, sein fæðzt hafn upp hér á landi á 19. og 20. öld. Skal þá fyrst vikið að ljóð- skáldunum. Bjarni Thorarensen óx upp í Fljótshlíð, BólU'

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.