Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 72

Andvari - 01.01.1947, Page 72
68 Jónas Jónsson ANDVARl Leifur Ásgeirsson Borgfirðingur, Guðmundur G. Bárðarson Strandamaður, Bjarni Sæmundsson, Jón Aðils og Páil Eggert Ólason af Suðurnesjum. Steindór Steindórsson er Eyfirðingur. Úr Þingeyjarsýslu komu þeir Guðmundur Finnbogason, Þorkell Jóhannesson og Jóhannes Áskelsson. Einar Arnórs- son, Árni Pálsson, Hannes Þorsteinsson, Einar Ól. Sveinsson, Gissur Bergsteinsson og Guðmundur Kjartansson af Suður- landi. Þaðan eru líka uppsprottin tónskáldin Sigfús Einars- son og Páll ísólfsson. Forystumenn í íslenzkri blaðamennsku eru yfirleitt úr dreif- býlinu, Björn Jónsson Barðstrendingur, Jón Ólafsson Aust- firðingur, Valdimar Ásmundsson Þingeyingur, Bríet Bjarn- héðinsdóttir Húnvetningur, Benedikt Sveinsson og Jónas Þor- bergsson Þingeyingar, en Jónas Guðmundsson Austfirðingur. Gestur Pálsson, Einar Kvaran, Þorsteinn Erlingsson og Þor- steinn Gislason eru áður nefndir í fylkingu skáldanna. Siðan fólki lók að fjölga í Reykjavík og öðrum kaupstöð- um hafa þar komið fram mjög margir athafna- og framkvæmda- menn í fjármálum, verzlun, útvegi, iðnaði, verkfræði og sigl- ingum. Forustan í verklegri menningu hefur verið í hönduin sona þétthýlisins. En þegar litið er á, að stærri kaupstaðirnir og einkum Reykjavík hafa haft langbezta aðstöðu til að láta börn, sem fæðast þar upp, fá langa skólagöngu, verður þvi ekki neitað, að úr þéttbýlinu hafa komið hlutfallslega of fáir menn til forustu í vísindum og bókmenntum. Úr tveim stærstu kaup- stöðunum hafa komið tónskáldin Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Kaldalóns, náttúrufræðingarnir Helgi Péturss og Stein- þór Sigurðsson og í lögum, sögu og bókmenntum Bjarni Bene- diktsson, Helgi Briem og Steingrímur Þorsteinsson. Þó að tekið sé fullt tillit til þess, sein hin unga bæjamenning hefur lagt lil verklegra og efnalegra framfara, þá verður því ekki neitað, að þaðan hafa komið allt of fáir forystumenn í vísindum, skáld- skap og listum. Getur þar ekki verið öðru um að kenna en að uppeldisskilyrði bæjanna eru ekki nógu fullkomin. Þegar litið er ylir hina álitlegu fylgingu andans manna, sem fæðzt hafa upp i landinu á rúmlega einni öld, má segja,

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.