Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 85

Andvari - 01.01.1947, Page 85
. ANDVARI LiffræíSi og læknisfræði 81 og verjast árásum frá öðrum verum. Hlutverk læknisins er að styðja hana í þessu. Þótt furðulegt sé, var þekking manna á einföldustu atrið- um líffærafræðinnar ákaflega ófullkomin og i flestum grein- um skökk fram undir miðja sextándu öld. Galen, er var uppi á 2. öld eftir Krists burð, er talinn faðir hennar. En þetta afkvæmi hans var honum til harla lítils sóma, því að það var mesti vanskapningur. Líffærafræði hans var byggð á at- hugunum á líffærum apa, svína, nauta og hunda. Því var trúað í meir en 1000 ár, að brjóstbein manna væri eins og brjóstbeinið í öpum, að lifrin í þeim væri jafnmargskipt og lifrin í svínum, að mjaðmargrindin væri eins og í nautum, að tvö horn væru á leginu, eins og í hundum, og að op væri á skilrúminu milli hægra og vinstra hjartahelmings. Ef ein- hver þóttist reka sig á skeldcju i kenningum Galens, var jafnan litið svo á, sem það stafaði af vansköpun sjúklings eða rangri athugun þess, er skekkjuna fann. Þegar Vesalíus sýndi, svo að ekki urðu bornar brigður á, að mjaðmargrindin i mönnum var öðruvísi en Galen lýsti henni, var haldið, að það væri af því, að hún hefði breytzt síðan á dögum Galens, vegna þess, að menn hefðu tekið upp á því að vera i þröngum brókum! Það tafði feikilega fyrir öllum framförum í þekkingu á líffærafræði, að blátt bann var lagt við líkskurði af trúarlegum ástæðum. En Vesalíus hnuplaði beinagrindum úr gálgum, og fyrir kom það, að hann gróf upp lík til að rannsaka þau. Hann lagði drjúgan skerf til að auka þekkingu á mannslíkamanum og var jafnvel rétt að segja að því kominn að uppgötva hring- rás blóðsins, en sú uppgötvun olli aldahvörfum í læknisfræð- inni, og hana gerði Harvey á 17. öld. Meiri skriður komst enn á framfarirnar á 18. öldinni. Á þeirri öld uppgötvaði annar ágætur Breti, John Hunter, að ef bundið er fyrir slagæð, fær blóðið framrás um aðrar æðar. —1 Á næstu öld á eftir, 19. öldinni, fundust enn tvö af frum- atriðum líffræðinnar: gerð líkamans úr frumum og fóstur- fræðin. Báðar þessar uppgötvanir hafa lagt svo mikinn skerf til þekkingar vorrar á mannslíkamanum og störfum hans,

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.