Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1947, Side 96

Andvari - 01.01.1947, Side 96
92 Sigurjón Jónsson ANDVARl innar. Alls staðar í nágrenni hennar gaus kólera upp árið 1854. Þegar allt hugsanlegt hafði verið rannsakað, allt frá jarðvegi til sorpíláta, varð það ljóst, að samband var milli drykkjar- vatnsins í brunninum þarna og kólerusýkinganna. Þarna var náttúran að halda hrottalegt námsskeið, en árangur þess varð nútíma heilsufræði. Þá tæpu öld, sem síðan er liðin, hefur ný- tízku vatnshreinsun og fráræsla þróazt frá grunni. Og til dæmis um árangurinn má nefna það, að í Bandaríkjunum dóu 36 af hverjum 100000 íbúum úr taugaveiki árið 1900, en ekki nema 1 af 100000 1940, og 1942 dó ekki einn einasti maður úr taugaveiki í meira en helmingi stórborga þar. Nú á dögum er sú grein skordýrafræðinnar, er lækningar varðar, mjög mikilvæg fyrir líf vort og heilsu. Með því að hafa hemil á flugum, lúsum og maurum getum vér haldið mörgum hættulegum sjúkdómum i skefjum. Hér skal aðeins minnt á, að mýraköldu, gula hitasótt og blóðsótt má koma í veg fyrir, með því að eyða flugum þeim, er bera þær sóttir, að með af- lúsun má girða fyrir lúsatyfus og rykkjasótt, og fyrir pest með því að útrýma rottum og flóm. Vér erum nú þegar orðin svo vön við þá blessun, sem leiðii' af öllum þessum varnaraðgerðum, að oss finnst þær alveg sjálfsagðar. Þá finnum vér það bezt, hve mikið vér eigum undii' þeim, þegar ástæður leyfa ekki fulla framkvæmd þeirra, svo sem oft ber við í ófriði. Það voru ekki Tyrkir, heldur blóð- sótt, sem sigraði Breta við Gallipoli i fyrri heimsstyrjöldinni, og ekki voru það Japanar, heldur blóðsótt og mýrakalda, sem vann bug á her Bandaríkjamanna á Bataanskaga í hinni síðari. Hlutverk sjúkdómavarna mun verða þeim mun víðtækara, sem lengra líður. Áður voru þær aukaatriði í námsefni lækna- nema og tiltölulega lítils metnar. Fyrirsjáanlegt er, að frano- vegis munu margir læknaskólar að mestu, ef ekki að öllu leyti, fást við kennslu í þessari hraðvaxandi grein á meiðx læknisfræðinnar. Það, sem þar verður kennt, verða aðallega ýmsar greinar líffræðinnar, svo sem læknisfræðileg skordýra- fræði, ormafræði, frumdýrafræði, bakteríufræði, ónæmisfræði, hin spánnýja andrúmsloftslíffræði og enn fremur gerilsneyð-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.