Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1947, Side 99

Andvari - 01.01.1947, Side 99
Bækur, sem eru í undirbúningi. Gert er ráð fyrir, að félagsbækurnar 1948 verði Úrvalssafn norskra smásagna, Heimskringla III. og síðasta bindi, Úrvals- ljóð Stefáns ólafssonar, Almanak Þjóðvinafélagsins 1949 og Andvari. Ódysseifskviða er í prentun. Mun hún koma út á næsta ári og einnig Illionskviða, ef hægt verður að útvega papþír til út- gáfunnar. Haldið er áfram undirbúningi að útgáfu íslandslýsingarinnar. Verður I. bindið sennilega prentað á árinu 1949. Saga íslendinga í Vesturheimi. Rit þetta er gefið út af Þjóðræknisfélagi íslendinga ve'stan hafs. Þrjú bindi eru þegar komin út. Alls munu þau verða fimm. II. bindi er enn fáanlegt heft, sömuleiðis III. bindi bæði heft og innbundið. Til nýrra félagsmanna. Nýir félagsmenn geta enn fengið allmikið af hinum eldri félagsbókum við hinu upprunalega lága verði, svo sem hér segir: Ársbækur 1942: 5 bækur fyrir 10 kr., 1943: 4 bækur fyrir 10 kr., 1944: 5 bækur fyrir 20 kr„ 1945: 5 bækur fyrir 20 krónur og 1946: 5 bækur fyrir 30 krónur. — Allmargar af bókunum fást í bandi gegn aukagjaldi. Hér er tækifæri til að gera sérstaklega góð bókakaup, þrátt fyrir dýrtíðina. Af sumum þessara bóka eru mjög fá eintök óseld. Ókeypis bókaskrá send þeim, sem þess óska. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.