Andvari - 01.01.1931, Page 10
6
Síra Eirfkur Briem, prðfessor.
Andvart
vinnumanni, er þá var á Espihóli. Sýnir þetta, hversu
áhugi hans beindist snemma að þeim efnum, er snerta
reikning eða stærðfræði. Og hann lét sér ekki nægja
að lesa um þessi efni, heldur reyndi jafnframt að nof-
færa sér það, sem hann lærði af lestrinum til sjálfstæðra
athugana á ýmsu, er var við höndina. — Þegar í æsku
fékk hann mikinn áhuga á sögu og las þær bækur, sem
hann átti völ á um söguleg efni; hélzt sá áhugi hans
til efri ára, þótt starfsvið hans yrði annað.
Veturinn 1857—60 var Davíð Guðmundsson, stðar
prófastur á Hofi í Hörgárdal, heimiliskennari á Espi-
hóli. Hafði hann þá nýlokið prófi í prestaskólanum.
Henndi hann Eiríki undir skóla. Lét Eiríkur mjög vel
af honum sem kennara og kvað hann hafa veitt sér á-
gætan undirbúning undir skólanámið. Vorið 1860 fór
Eiríkur til Reykjavíkur og tók inntökupróf í 2. bekk
latínuskólans og settist í skólann haustið eftir. Fór hann
þá alfarinn frá Espihóli, því að vorið 1861 varð faðir
hans sýslumaður í Skagafjarðarsýslu og setti bú í
Viðvík fyrsta árið og síðar á Hjaltastöðum.
í latínuskólanum var Eirikur 3 vetur (1860—63).
Fyrsta veturinn leiddist honum skólavistin, enda var
hann þá dulur og óframfærinn og kynntist lítið skóla-
bræðrum sínum. Auk þess fannst honum námið í skól-
anum ekki eins notadrjúgt og undirbúningsnámið
hafði verið heima, leiddust honum margar kennslu-
stundirnar og fannst tímasetan tefja sig frá náminu.
Síðari veturna komst hann í náinn kunningsskap við
ýmsa pilta, er þá voru í skóla, og tók allmikinn þátt í
félagsskap þeirra. í skóla hafði hann mestan áhuga á
stærðfræði, sögu og landafræði, en taldi sig miður fall-
inn til málanáms; þó rækti hann málanámið svo vel, að