Andvari - 01.01.1931, Qupperneq 11
Andvari
Síra Eirikur Briem, prófessor.
7
hann varð þar í góðu meðallagi, en lakast féllu honum
latnesku stílarnir.
Veturinn 1863—4, er hann hafði lokið 4. bekkjar-
prófi (sem þá var nefndur 3. bekkur D), var hann
heima hjá foreldrum sínum á Hjaltastöðum og las bæði
5. og 6. bekkjar námsgreinirnar á einum vetri. Tók
hann stúdentspróf úr latínuskólanum vorið 1864 og hlaut
2. einkunn. Var hann þá tæpra 18 ára að aldri.
Veturinn 1864—65 var Eiríkur heima á Hjaltastöð-
um; kenndi hann þá systkinum sínum og 4 nem-
öndum undir skóla; þar á meðal voru bræður hans,
Halldór og Ólafur. Þá var hann ekki fullráðinn i því,
hvaða framhaldsnám hann tæki. Vildi móðir hans helzt,
að hann læsi lög. En það varð úr, að hann sneri sér
að guðfræðinámi. Hefir hann sagt, að það muni hafa
ráðið mestu um þessa ákvörðun sína, að hann um það
leyti las kirkjusögu Hagenbachs.
Veturinn 1865—66 dvaldist Eiríkur enn heima og bjó
sig undir nám í prestaskólanum. Burtfararprófi úr presta-
skólanum lauk hann sumarið 1867 og hlaut 1. einkunn.
Næstu 7 árin (1867—74) var Eiríkur skrifari hjá
Pétri biskupi Péturssyni. Varð hann mjög handgenginn
biskupi, og biskup fékk miklar mætur á honum, sem
samvizkusömum og nýtum starfsmanni. Eiríkur mat
biskup mjög mikils og taldi, að þau ár, sem hann var
biskupsskrifari, hefðu verið sér góður undirbúningstími
undir síðari störf.
Skrifstofutíminn í biskupsskrifstofunni var 8 stundir á
dag og launin sem svaraði 600 kr. á ári, en síðustu árin
720—840 kr. Þessi ár las Eiríkur mikið af fræðibókum
í frístundum frá skrifstofustörfum, einkum í sögu, stjórn-
fræði og heimspeki. Einnig las hann þau ár allmikið af