Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 14
10
Síra Eirlkur Driem, prófessor.
Andvari
verið gefin út hér á landi, er væri jafnaðgengileg fyrir
byrjendur, eins og fræðslu var þá háttað hér á landi,
þar sem margir unglingar urðu að læra reikning til-
sagnarlítið eða með tilsögn manna, er voru miður vel
að sér og lítt æfðir við kennslu. Sérstaklega var það
kostur á bókinni hve skýringar á reikningsaðferðum
voru stuttar og gagnorðar en þó skýrar og auðskildar,
dæmin vel valin til að skýra aðferðirnar og hæfilega
létt fyrir byrjendur.
Á þessum árum var þilskipaútgerðin að eflast hér í
Reykjavík. Var Geir Zoega kaupmaður þá mestur at-
hafnamaður á því sviði. En það var mikill skortur á
mönnum, er hefðu þá þekkingu er með þurfti, til þess
að geta talizt færir til að vera stýrimenn eða skipstjórar.
Hér í Reykjavík var þá engin kennsla í þessum grein-
um og eigi völ á neinum, er fengið hefði sérfræðslu í
þeim fræðum og gæti veitt stýrimannaefnum tilsögn.
Það mun hafa verið Geir Zoega, er þá leitaði til Eiríks
og mæltist til, að hann tæki að sér að kenna nokkrum
mönnum stýrimannafræði. Var Eiríkur þá talinn færastur
maður í stærðfræði og reikningi hér í bæ. Eiríkur sá,
að hér var um mikið nauðsynjamál að ræða, og hikaði
því við að gefa afsvör. Hann hafði eigi lært stýrimanna-
fræði og var því eigi þá þegar fullljóst, hve mikið væri
í ráðizt með því að taka þetta að sér. Hann útvegaði
sér bækur um þetta efni, þar á meðai kennslubók í stýri-
mannafræði eftir I. C. Tuxen. Eftir að hann hafði nokkuð
kynnt sér bækurnar, þóttist hann sjá, að þetta viðfangs-
efni myndi verða sér viðráðanlegt. Lét hann þá tílleið-
ast og hóf kennsluna 1871. Sagði hann svo síðar, að
fyrsta veturinn, sem hann kenndi, hefði hann sjálfur
orðið að lesa og læra lexíurnar í kennslubókunum á
undan tímunum eins og nemendurnir. En árangurinn