Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 25
Andvari
Síra Eirikur Briem, prófessor.
21
að gera sér ljósf. Þá hafi velvild hans til nemendanna
og áhuginn til að fræða þá notið sín bezt.
í latínuskólanum kenndi hann trúarbrögð 1881—96,
og stærðfræði kenndi hann þar 1881—83. í forföllum
Björns Jenssonar kenndi hann þar stærðfræði meira hluta
vetrar 1889—90ogallan veturinn 1890—91. í trúarbrögð-
um var numin áður nefnd bók eftir Lisko. Var hún óað-
gengileg til náms og örðugt að sneiða hjá utanbókarnámi
ef menn áttu að geta staðið sig við prófin. Eiríkur
fylgdi fast eftir náminu og vildi ógjarnan, að í veruleg-
«m atriðum væri vikið frá bókstafnum. Varð því trúar-
bragðanámið heldur óvinsælt meðal nemanda. Fannst
ímsum, sem kennsla þessi ætti eigi sem bezt við Eirík
sjálfan. Allt öðru vísi var stærðfræðikennslu hans farið.
f stærðfræðitímunum var hann kátur og fjörugur og
hafði vekjandi áhrif á nemendurna. Stærðfræðisetning-
arnar og aðferðirnar útskýrði hann mjög vel fyrir nem-
ondum, og í dæmavali batt hann sig ekki eingöngu við
hennslubækurnar, heldur hafði jafnframt á takteinum
dæmi og viðfangsefni, er snertu daglegt líf manna, sem
nemöndum voru vel kunn og höfðu því meiri ánægju
af að fást við. Með þessu leitaðist hann við að gera
nemöndum skiljanlegt, hve mikilvæg fræðigrein stærð-
fræðin væri fyrir athafnalíf manna og framkvæmdir.
Haustið 1880 kusu Húnvetningar sr. Eirík á þing.
hann þingmaður þeirra 2 kjörtímabil eða þangað
},f 1891. Við næstu kosningar á eftir vildi hann ekki
2efa kost á sér til þingsetu, og ætlaði sér að hætta
opinberum afskiftum af stjórnmálum fyrir fullt og allt.
—n árið 1901, þegar úrslitabaráttan var fyrir dyrum,
®*)li svokallaðrar »Valtýsku« og »Heimastjórnar«, skor-
að> Magnús Stephensen á hann að gerast konung-