Andvari - 01.01.1931, Qupperneq 28
24
Síra Eiríkur Briem, prófessor.
A*dvari
hjá kaupmönnum, er þeir verzluðu við, og var oft undir
högg að sækja, jafnvel fyrir þá, sem ekki skulduðu.
Til þess að synda fyrir þessi sker, vildi hann, að tollar
væru lagður á munaðarvöru landssjóði til tekna. — Var
það hans skoðun þá og jafnan síðan, að það væri rétt-
látastir skattar, er hvíldu á óþarfa-eyðslu manrta, sér-
staklega þeirri eyðslu, er væri varið til munaðar. —
Framleiðslutæki og tekjur, sem varið væri til gagnlegra
framkvæmda og umbóta í landinu, taldi hann ósann-
gjarnt og óviturlegt að skattleggja.
Árið 1887 var Eiríkur framsögumaður fjárlaganna í
neðri deild. Þá var fjárhagur landssjóðs örðugur, með
fram vegna þess, að gefið hafði verið eftir af sköttum
hörðu árin á undan. Vildu þá sumir taka lán til þess,
að rétta við fjárhaginn í bráðina og reyna að halda í
horfinu með framkvæmdir. Eiríki þótti óráðlegt að taka
ián til framkvæmda, er eigi veittu beinan arð. Lagði
hann til, að nokkur tollur yrði lagður á kaffi og sykur
í viðbót við brennivínstollinn, sem áður var. Taldi hann,
að tollauki þessi myndi afla landssjóði verulegra tekna,
án þess að landsmönnum yrði það mjög tilfinnanlegt.
Úr þessu varð þó ekki á því þingi. Árið 1889 var
Eiríkur aftur framsögumaður fjárlaganna; hélt hann þá
sömu stefnu fram; þá áraði vel, og fékk þá tollstefnan
góðan byr á þingi og náði samþykki. Með tolli þessum
jukust tekjur landssjóðs að miklum mun, án þess að
landsmönnum þætti sér íþyngt. Mátti svo segja, að upp
úr þessu kæmist fyrst verulegt skrið á verklegar fram-
kvæmdir í landinu.
Á þinginu 1887 bar Eiríkur fram lagafrumvarp um
söfnunarsjóð fslands. Hafði sjóðurinn verið stofnaður
7. nóv. 1885. Átti hann frumkvæði að stofnun hans,
hafði að mestu einn hugsað fyrirkomulag hans frá rótum