Andvari - 01.01.1931, Qupperneq 31
Andvari
Síra Eiríkur Briem, prófessor.
27
nokkrum undirróðri í ýmsum þingmálum. Þóttist þá
Eiríkur ekki geta notið sín jafnt sem áður og ekki geia
haft þau áhrif á gang mála á þinginu, sem honum lík-
aði. Hann kaus því að draga sig í hlé frá þingstörfum
og gaf ekki kost á sér við næstu þingkosningar. Enda
hafði hann þá komið fram til sigurs helztu áhugamálum
sínum, svo sem áður er getið.
Á síðari þingum, er hann sat sem konungkjörinn, bar
hann eigi fram nein sérstök nýmæli, en taldi það hafa
verið aðalhlutverk sitt að hlynna að vandaðri afgreiðslu
mála á þinginu og gefa holl ráð og bendingar um mál
þau, er aðrir fluttu, enda var hann ávallt ótrauður til
liðs í þeim málum, er hann taldi að gæti leitt til góðs,
enda þótt aðrir væru upphafsmenn þeirra.
Naut hann þá sem áður mikillar virðingar meðal sam-
þingismanna sinna, og sóttu margir ráð til hans um
mál og lagafrumvörp, er þeir höfðu með höndum. Var
hann forseti í sameinuðu þingi 1501 — 1907.
Söfnunarsjóður íslands mun verða talið merkasta afrek
sira Eiríks. Fyrirkomulag sjóðsins var að mestu frumhugs-
að af honum, og í því felast svo margar merkilegar ný-
ungar um fjárhagslegar tryggingar til handa komandi
kynslóðum, sem hvergi höfðu annarstaðar verið reyndar,
að ætla má, að þær eigi ríkt erindi til annara þjóða,
og muni þykja þar eftirtektarverðar, ef unnið væri að
því að kynna merkum þjóðmegunarfræðingum erlendis
fyrirkomulag sjóðsins.
Frá æsku hafði Eiríkur verið hneigður fyrir reikning
og stærðfræði, og snemma beindist reikningsáhugi hans
að ýmsum hagfræðilegum efnum, t. d. að því hvernig
fé gæti ávaxtazt í atvinnurekstri og í sjóðum, er gæfu
trygga ársvexti.
Síðar meir hugsaði hann mikið um þetta mál og leit-