Andvari - 01.01.1931, Page 32
28
Síra Eiríkur Briem, prófessor.
Andvari
aðist við að gera sér grein fyrir, hvernig eignir sköp-
uðust og færu forgörðum manna á meðal. Taldi hann,
að eignir efnamannsins sköpuðust aðallega með tvennu
móti. Annaðhvort væru þær aflafé, sem hann hefði sjálfur
dregið saman með atorku, sparsemi og hagsýni. — Eða
þær væru — og það langoftast — arfur frá foreldrum
hans eða forfeðrum, sem þeir hefðu dregið saman með
iðjusemi, sparsemi og ráðdeild, og látið honum eftir
sem erfðafé, eða varið til að kosta hann til þeirrar
menningar, sem hann ætti efni sin að þakka. Á þvi
væri mikill munur, hvernig menn færu með aflafé sitt.
Sumir eyddu því öllu þegar í stað og oft að nokkru í
munað og óþarfa og stæðu snauðir eftir. Aðrir notuðu
það sparlega, eyddu eigi nema nokkrum hluta þess, en
söfnuðu hinu sem eign til síðari framkvæmda og yrðu
efnamenn. Á sama hátt færi um erfðafé manna. Sumir
sólunduðu því á skömmum tíma og lentu í fátækt, aðrir
héldu eign sinni við, eða sæju um, að erfðapund sitt
héldi áfram að vaxa. Eiríkur taldi fátæktina böl, bæði
fyrir einstaklingana og mannkynið í heild sinni. En hann
hélt því fram að hún væri eigi afleiðing neinna óvið-
ráðanlegra náttúrukrafta. Orsökin væri allajafnan áhuga-
leysi og tómlæti þeirra manna, er fjárins öfluðu eða
fengju umráð þess í hendur. Ýms ráð mundi mega finna,
er gæfi mönnum hvöt til að fara sparlega með aflafé
sitt og skapa af því trygga eign, er þeir gætu notað
síðar meir, er þörf þeirra krefði, — eða þá eign, sem
gæti varðveitzt og ávaxtazt á tryggilegan hátt eftir þeirra
dag, jafnvel um aldur og ævi, til hags fyrir eftirkom-
endur þeirra. En fyrir þá, sem væru svo forsjálir að vilja
safna fé til tryggingar sjálfum sér eða afkomöndum sín-
um, væri það þýðingarmikið atriði, að til væri tryggur
geymslustaður eða sjóður, þar sem féð gæti geymzt og