Andvari - 01.01.1931, Qupperneq 35
Andvari
Síra Eiríkur Briem, prófessor.
31
um. — 2) Útborgunardeild ávaxtar fé með þeim skil-
málum, að það standi minnst 15 ár í sjóðnum. Eftir það
fæst féð útþorgað með vöxtum. — 3) Bústofnsdeild
ávaxtar fé barna og unglinga og útborgar það með vöxtum,
þegar þau eru fullra 25 ára. 4) Ellistyrksdeild tekur við
innlögum manna á öllum aldri innan við sextugt og útborgar
það með vöxtum, þegar þeir hafa náð 65 ára aldri. Voru tvær
síðustu deildirnar að nokkru eftir erlendum fyrirmyndum.
í Andvara 1888 (14. ár) hefir Eiríkur ritað grein
um söfnunarsjóðinn. Eru þar prentuð lög hans og gerð
ítarleg grein fyrir tilhögun hans og tilgangi. Fjölyrðir
hann þar nokkuð um eina deild í aðaldeildinni, sem
nefnist >deild hinnar ævinlegu erfingjarentu*. Taldi
Eiríkur hana sjálfur merkustu deild sjóðsins og að
sjóðir með slíku sniði gætu haft mjög víðtæk og heppi-
teg áhrif á efnahag manna í heiminum, ef þeim væri víða
komið á fót og almennt lagt fé í þá.
Á erfingjarentu geta menn lagt fé til hags fyrir af-
komendur sína. Höfuðstólinn má aldrei skerða og hálfir
vextir leggjast við höfuðstólinn. Hinn helmingur vaxt-
anna útborgast árlega til nafngreinds manns sem vaxta-
eiganda og eftir hans dag til erfingja hans og síðari
afkomanda; fara skiptin á vöxtunum eftir ákvæðum, er
gilda um lögerfðir. Eftir því sem afkomöndunum fjölgar,
áreifast vextirnir milli fleiri manna, en jafnframt heldur
innstæðan áfram að vaxa. Ef það yrði almennt í heim-
'num, að menn, sem efni hafa, legðu fé á erfingjarentu
handa afkomöndum sínum, myndu vextirnir af þessum
mnstæðum, við tengdir milli ættanna, dreifast meðal
manna og 6kapa fjárhagslegan jöfnuð meðal komandi
kynslóða. Jafnaðarmenn og fleiri hafa verið andvígir
erfðum og telja það ójöfnuð, að sumir fæðist til arfs og
auðs, en sumir til fátæktar. Sumir vilja líka, að enginn