Andvari - 01.01.1931, Síða 36
32
Síra EirSkur Briem, prófessor.
Andvar
einsfaklingur eigi neitt, allir séu snauðir. Þá fyrst sé
fullkominn jöfnuður manna á meðal. Með erfingjarent-
unni hugsaði Eirikur sér, að stefnt væri að gagnstæðu
marki, sem sé því, að allir merm fæddust til eigna og
að auðurinn í heiminum dreifðist smám saman sem jafn-
ast meðal manna. Taldi hann, að þessu marki mætti
ná með erfingjarentunni, ef hún yrði almennt notuð. Arð-
urinn af fjársafni auðkýfinganna, sem fé sitt legðu á
erfingjarentu, myndi smám saman dreifast til afkomanda
manna, sem fátækir væru, því að í framtíðinni myndu
mægjast saman fátækar og ríkar ættir, eins og hingað
til hefði tíðkazt.
Söfnunarsjóðurinn var stofnaður 7. nóv. 1885 af 12
borgurum í Reykjavík og nágrenni, er um leið gerðust
ábyrgðarmenn hans. Sjóðurinn byrjaði algerlega félaus,
og fyrstu tvö árin safnaðist lítið fé í hann. Dæði var
ðllum almenningi lítt kunnugt um fyrirkomulag hans og
sumir þeir, sem betur þekktu til, gátu eigi áttað sig á
nýungum þeim, er fálust í Iögum sjóðsins, eða höfðu
jafnvel ótrú á þeim. En eftir að lög sjóðsins voru sam-
þykkt á þinginu 1887 og landssjóðurinn tók ábyrgð á
innsfæðum hans, fór hann stöðugt vaxandi. 1890 var
hann orðinn 64 þúsundir króna. 1920 var hann 1035
þús. kr., en í árslok 1929 var hann orðinn 2488016,96
kr. eða nálægt 2Vi miljón króna. — Varasjóðurinn var
1890 783 kr., en 1920 kr. 49500,00 og 1929 kr. 129956,04.
Á erfingjarentu voru 1929 kr. 22867,13, og voru eig-
endur 54.
Engum eyri hefir sjóðurinn tapað, síðan hann var
stofnaður, enda lánar hann fé sitt eigi út, nema gegn
beztu tryggingu í fasteign. Eiríkur var formaður og
framkvæmdarstjóri sjóðsins frá byrjun til ársloka 1920,
eða rúm 35 ár. Vann hann það verk kauplaust, þangað