Andvari - 01.01.1931, Blaðsíða 39
Andvari
Síra Eiríkur Briem, prófessor.
35
bankans 1885-1909 og aflur 1915-17; í sfjórn sjúkra-
sjóðs hins íslenzka kvenfélags 1905 til æviloka.
011 þessi störf leysti Eiríkur af hendi mjög samvizku-
samlega, sérstaklega lagði hann mikla áherzlu á, aö
béldist í góðu lagi fjárhagur og fjárreiður þeirra stofna
na og félaga, er hann var viðriðinn. Fornleifafélagið var
félaust og með litlu lífi, er hann var kosinn formaður
bess, en honum tókst að reisa við fjárhag þess og efla
bað til fornminjarannsókna og ritgerðaútgáfu, og hóf
í>að með því til vegs. Árið 1892, meðan hann var yfir-
skoðunarmaður landsreikninganna, fann hann misfellur á
sjóðsreikningi landssjóðs, sem menn höfðu ekki veitt
eftirtekt áður. Við nánari rannsókn fundust skekkjur í
eldri landsreikningum, sem áttu þátt í þessum misfellum.
í kirkjumálanefndinni átti hann frumkvæði að því,
að jöfnuður var gerður á launum presta; mun honum
bafa þótt óréttlátt, að laun presta í sumum prestaköll-
um væru svo lág, að söfnuðirnir þess vegna gætu ekki
átt völ á öðrum prestsefnum en þeim, er eigi fengju
mni annarstaðar. — Sem starfandi maður í nefndum
fylgdi Eiríkur fram þeim stefnum, er hann taldi heppi*
fe9ar, með festu og einurð, og honum sárnaði, þótt eigi
féti hann ætíð mikið á því bera, þegar samnefndarmenn
bans að lítt-hugsuðu máli tóku ákvarðanir, er honum þótti
bersýnilegt, að gætu orðið til verulegs óhags síðar meir.
E*tt slíkt dæmi átti sér t. d. stað í bæjarstjórn Reykja-
v'l<ur, þegar barnaskólinn við tjörnina var í smíðum.
hafði verið samþykkt, að skólinn skyldi hitaður með
miðstöð. Áður en það komst til framkvæmda, rakst einn
merkur kennari á grein í dönsku skólablaði, þar sem lagt
Var á móti miðstöðvarhitun í skólum og talin heilsu-
spillandi. Fór hann með greinina til bæjarstjórnar, og
sbaut hún á fundi um málið. Eiríkur taldi greinina