Andvari - 01.01.1931, Qupperneq 40
36
Sira Eiríkur Briem, prófessor.
Andvart
markleysu, en meiri hluti nefndarinnar snerist í málinu
03 samþykkti að hætta við miðstöðina, og nota ofna til
að hita skólann. Eiríki gramdist, að svona skyldi fara,
03 krafðist, að það væri bókað í fundargerðina, að hann
hefði greitt atkvæði á móti þessari ráðabreytni.
Sem gæzlustjóri landsbankans mun hann hafa áti
drjúgan þátt í varfærni bankans í fjármálum, sem varð
til að efla traust bankans bæði hér heima og erlendis
og firra hann óhöppum. Það var þá venja bankastjórn-
arinnar að grennslast eftir hjá lánbeiðöndum, til hvers
þeir ætluðu að nota það fé, er þeir vildu fá lánað.
Þótti mörgum þetta óviðeigandi hjá bankastjórninni og
kenndu varfærni Eiríks mest um; töldu, að bankann
varðaði ekki um slíkt, ef trygging væri nægileg fyrir
láninu. En þetta var eðlilegt. Bankinn hafði yfir tak-
mörkuðu lánsfé að ráða, og hann var stofnaður til efl-
ingar gagnlegra framkvæmda í landinu. Þá reið á að
beina fjármagni hans til þess, sem nytsamast var fyrir
þjóðina, en ekki til þess að efla brask og munað í
landinu. Ef líkt hefði verið stefnt af stjórnum lán-
stofnana hér á landi síðustu áratugi, hefði lánsfé þeirra
orðið til meiri þjóðþrifa.
í nóv. 1909 var bankastjóra og gæzlustjórum lands-
bankans fyrirvaralaust vikið frá starfi, án þess sérstakar
ástæður væru tilgreindar í afsetningarbréfinu, en hins
vegar útbreiddar dylgjur um, að bankinn stæði völtum
fæti, og myndi bankastjórnin eiga sök á því. Þessi
stjórnarráðstöfun var með öllu óverjandi og algerlega
ómakleg gagnvart bankastjórninni, ekki sízt gagnvart
Eiríki, sem vitanlegt var um, að hafði alla tíð unnið að
því með fyllstu einbeitni, að bankinn beitti hinni mestu
varfærni við lánveitingar og aðrar framkvæmdir. Auk
þess var þessi stjórnarráðstöfun hættuspil fyrir gjald-