Andvari - 01.01.1931, Page 41
Andvari
Sira Eiríkur Briem, prófessor.
37
traust bankans. Við nánari rannsókn sannaðist, að þetta
tiltæki stjórnarinnar var alveg ástæðulaust. Komst banka-
stjórnin skír úr þessu máli, og fengu gæzlustjórarnir
fulla rétting mála sinna. Málið endaði með því, að
viðkomandi ráðherra varð að fara frá stjórn 1911 —
meðal annars fyrir afskifti sín af bankanum. Annar
gæzlustjórinn, Kristján Jónsson yfirdómari, varð ráðherra
í hans stað, og Eiríkur var síðar (1915) aftur kosinn
gæzlustjóri bankans.
Eiríkur hiaut ýmsar nafnbætur á efri árum; hann var
Serður að riddara af dbr., kommandör og dannebrogs-
öiaður. Hann var kjörinn heiðursfélagi bókmenntafélagsins
°9 fornleifafélagsins o. fl. Þegar hann hælti kennslu-
störfum í prestaskólanum, var hann sæmdur prófessors-
nafnbót.
Það er heldur fátt, sem eftir Eirík liggur af prentuð-
um ritum. Eftir að hann gerðist prestaskólakennari, hafði
hann svo mörgum störfum að gegna, að hann hafði
nauman tíma til ritstarfa. Honum var líka stirt um
skriftir, og ágerðist það svo, er hann eltist, að svo mátti
beita, að hann síðustu árin gæti eigi beitt penna. Tók
hann þá að nota ritvél og náði nokkurri leikni í því.
Árið 1893 gaf hann út stafrófskver, er hlaut talsverðar
uinsældir og var gefið út 6 sinnum. Um þær mundir
hafði hann af sérstökum ástæðum kynnt sér lestrar-
kennslu barna og þóttist þá sjá, að eldri stafrófskver
uaeru eigi vel sniðin til kennslu, og hugkvæmdust þá
endurbætur, er vóru til verulegra bóta. í kveri hans er
hYfjað á fáum bókstöfum, og æfingar-greinir látnar
Mgja til að æfa börnin í að þekkja þá til fulls og læra
nota þá. — Síðar er svo bætt við fleiri stöfum og
heir æfðir á sama hátt o. s. frv.
Arið 1909 komu út eftir hann töflur til hægðarauka