Andvari - 01.01.1931, Síða 42
38
Síra Eirfkur Briem, prófessor.
Andvari
við margföldun og deiling, er gefnar voru út í Krist-
janíu (201 bls.). Töflur þessar voru nýung, uppfundin
af honum. Voru þær til mjðg mikils léttis í reikningi
og auðlært að nota þær. Hafði honum hugkvæmzt þessi
töflugerð, áður en hann fór utan, og í utanförinni leitaði
hann álits sérfræðinga, og töldu þeir, að slíkar töflur
gætu orðið að miklum notum. En vegna annríkis gat
hann eigi lokið við töflurnar til prentunar fyr en þetta.
Eigi löngu eftir að töflurnar komu út, voru reiknings-
vélarnar uppfundnar, og úr því voru slíkar töflur ekki
nauðsynlegar.
Mikinn hluta ársins 1883 var hann ritstjóri ísafoldar,
í fjarveru Björns Jónssonar ritstjóra, og skrifaði sjálfur
ýmsar landsmálagreinir í blaðið. Af öðrum ritum hans,
sem eigi hafa verið talin hér á undan, má helzt nefna
»Um uppeldi barna«, eftir H. Spencer, er hann þýddi í
félagi við Þórhall Bjarnarson, og reit formála að (Rvík
1884). Um verð á heyi, í Búnaðarriti 1891 (5. ár);
Hugsunarfræði til afnota við kennslu í prestaskólanum
(Rvík 1897); Sæmundur Eyjólfsson, æviágrip, í Búnaðar-
riti 1897 (11. ár). En talsvert er til eftir hann af óprent-
uðum handritum.
Frú Guðrún, kona Eiríks, var vel greind og tápmikil,
meðan hún naut heilsu. Hún var fjörug og skemmtileg
í viðræðum og djarfleg í allri framkomu. Þau hjón voru
að ýmsu leyti óskaplík, en þó var hjónaband þeirra og
heimilislíf hið ástúðlegasta. Frú Guðrún var talin góð
búkona og stjórnsöm á heirnili. Sá hún um búsforráð í
Steinnesi tvo vetur, er Eiríkur var fjarverandi; fór henni
það vel úr hendi, enda þótt veikindi á heimilinu þá vetur
bökuðu henni ýmsa örðugleika. Þau hjónin eignuðust 4
börn. Tvö þeirra, Gísli (f. 2/s 1876, d. 30/i 1881) og
Guðlaug (f. 20/i 1878, d. 10/i 1880) dóu í æsku, seinustu